17.4.14

Crazy collapsitarians

Er það sem fólk kallar okkur.  Meðal annars.  Ég er að tala um okkur sem sjá að heimurinn stefnir í massa útrýmingu (mass extinction).  En það hefur einmitt gerst nokkrum sinnum síðan líf þróaðist á jörðinni fyrir 3.5 milljörðum ára.  Vísindamenn telja að oft er það annað hvort risa eldgos eða loftsteinn sem verður til þessara massa hamfara.  Aldrei vitibornar verur.  Þó hefur það komið fyrir, líklega, að bakteríur hafi eitrað fyrir sér með súrefni.  Þessar gömlu bakteríur sem í upphafi alda breyttu sólarljósi og koldíoxíði eða metani í súrefni.  Mér finnst aðeins fyndið að það eiga eftir að vera örlög okkar einnig að eitra fyrir okkur með gasi.  Gaman að feta í fótspor frumstæðasta lífs jarðar.

Ég hafði ekki heyrt þetta hugtak áður en mér finnst það spreng hlægilegt.

Comments:
Trist. Vonandi hafið þið ekki rétt fyrir ykkur, þó svo að vísbendingarnar séu svakalegar.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?