31.3.14
Sólveig þriggja vikna
Litla ljósið verður þriggja vikna á morgun. Hún heldur áfram að vera draumabarn. Hefur í rauninni bara grátið einu sinni þetta skinn. Ég veit ekki alveg hvað var að angra hana þá en hún jafnði sig þegar ég vafði teppinu kyrfilega um hana. Litli anginn.
Mamma er hérna hjá mér sem er yndislegt. Mér finnst svona fjölkynslóðabúskapur svaka heillandi. Fólki kemur líka oft best saman við þá sem eru einni kynslóð frá, eins og barnabarni og ömmu eða afa. Síðan er líka mikilvægt að fá visku og siði frá næstu kynslóð fyrir ofan foreldra sína. Bæði fyrir börnin og samfélagið allt.
Comments:
<< Home
Jemindur hvad hun er saet! Gaman ad lesa bloggid Tinna min - heyrumst fljotlega aftur :) Knus og kvedjur, Sigurdis
Skrifa ummæli
<< Home