12.3.14

Litla barnið mætt í heiminn

Önnur dóttir okkar Óla leit dagsins ljós í gær.  Hún er eins og gefur að skilja einstaklega falleg og yndisleg.  Aðeins áþekk systur sinni.  Fæðingin var að sumu leiti svipuð.  Ég var með samdrætti alla nóttina og við vorum komin uppá fæðingardeild klukkan 7 um morguninn. Þá var eg komin með 6 í útvíkkun og Georgia svaka ánægð. Við ákveðum að eg fái mænudeyfingu því hún hefur betri reynslu af því fyrir VBAC. Og það var algjört bliss. Fyrir utan hvað manni liður eins og skjaldböku sem rúllaði á bakið.  Eitthvað eftir hádegi er eg komin með fulla útvíkkun og þá er mál að ýta. Ég ýti og ýti og barnið mjakast niður á jarðfræðilegum hraða. 2cm á ári eða þar um bil. Síðan fer eg að þreytast og ekki fer barnið neðar. Ég fer að efast um að þetta eigi eftir að takast. Nema hvað, þá birtist læknir sem er svolítið celebrity hér á sjúkrahúsinu. Ljósan mín og læknir sem var aðeins búin að vera að spá í mér kiknuðu í hnjálidunum en mönuðu sig loks uppí að spyrja hann hvort hann væri tilbúinn í að sækja eitt barn. Sérsvið þessa manns er einmitt að sækja börn í móðurkviði sem vilja ekki koma út með töngum.  Og þannig kom litli anginn í heiminn. En það er satt sem fólk segir um lækninn, hann er einstaklega fær og það sér ekki á barninu.  Sem þarf nú að fá að drekka. Ljúfa líf.

Comments:
Innilega til hamingju Tinna mín! Ég bíð spennt yfir að fá að heyra nafnið á nýjustu prinsessunni:)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?