8.3.14
Leikskólapælingar - í miklum smáatriðum
Það er svo sniðugt að vera foreldri. Maður upplifir allskonar nýtt sem maður hefði annars alls ekki fengið að kynnast. Í þessari viku unnum við hjónin að því að koma barninu inná leikskóla. Fólk talar um að það sé svo bilaðslega erfitt að finna leikskólapláss á Upper West Side. Það skráir börnin sín áður en þau fæðast, eða með ársfyrirvara áður en þau byrja. Það sækir um í 6 skólum um von að barnið komist inn á einum. Það skoðar og skoðar, á netinu og síðan skólana sjálfa. Börnin fara í stöðupróf eða mat í skólunum. Eins og tveggja ára. Fyrir mér var þetta svo yfirþyrmandi prósess að ég lagði ekki í að byrja.
En stundum þarf maður bara smá pot. Við Ágústa vorum að ganga útúr fótsnyrtingu og ég nefni að við Óli erum spennt að senda Eddu í skólann sem öll íslensku börnin hérna í hverfinu hafa verið á. Við erum nota bene búin að vera með það á bak við eyrað í heilt ár. Hún segir eitthvað svona "jah, af hverju röltirðu ekki við og talar við þau, núna er lok skráningatímabilsins." Svo ég geri það. Rölti bara þarna uppeftir. Konan segir mér að fylla út umsókn á netinu. Ég geri það. Fæ tölvupóst um hvort við hjónin viljum koma í túr eftir 3 daga. Við viljum það. Skoðum. Líst vel á. Hvort Edda vilji koma í playdate daginn eftir. Hún vill það. Stendur sig eins og hetja. Síðan kemur sprengjan. Hún kemst inn í 5-daga í viku prógrammið for sure en verður að vera á biðlista á 3-daga í viku prógrammið. Pælum í þessu fram og til baka en höfðum bara einn dag til að ákveða. Klukkan 11 um kvöld sendi ég dömunni póst þess efnis að við ákváðum 3 daga. Daginn eftir, fyrir klukkan 7 um morguninn fæ ég staðfestingu um að barnið sé komið inn. Hún var bara að reyna að selja okkur 5 daga prógrammið. Anyways. Þetta er lexía sem ég læri af og til. Maður miklar einhverju fyrir sér sem er ekkert mál.
Fyrsta inntökupróf (playdate) Eddu var svaka skemmtilegt. Fyrir okkur báðar held ég. Edda stóð sig eins og hetja. Hún þorði reyndar ekki alveg að fara inn í stofuna í fyrstu, ég þurfti að bera hana inn því hún hélt að ég ætlaði að skilja sig eftir. Um leið og við erum komnar inn fer hún að dótinu, velur sér bakka með reiknings-dóti (Montessori skóli) og sest á gólfið að vinna í verkefninu. Kennari hjálpar henni og útskýrir hvað á að gera (setja réttan fjölda af mörgæsum á spjöld með myndum af mörgæsum). Síðan fær hún leið á þessu og finnur sér nýtt verkefni. Skilar reyndar ekki mörgæsunum (-1 stig). Sest við borð og fer að skera niður grænmeti úr tré. Handleikur tréhnífinn af mikilli kúnst. Síðan er hún búin að skera. Skilar bakkanum. Finnur nýjann. Kennarinn þarf að fara að sinna barni sem kvartar yfir því að vera búinn að kúka í bleyjuna. Edda stingur prikum af kostgæfni ofan í krukku með litlum götum á lokinu. Gott ef hún finnur sér ekki enn eitt verkefnið til að vinna í áður en prófinu er lokið. Spáir ekkert í mömmu sinni. Lætur reyndar truflast af stelpu sem er að skæla og horfir á hana með samúðarsvip (+2 stig). Ég er bara að djóka með þessi stig. Það eru örugglega engin stig. En barnið rústaði þessu viðtali.
En stundum þarf maður bara smá pot. Við Ágústa vorum að ganga útúr fótsnyrtingu og ég nefni að við Óli erum spennt að senda Eddu í skólann sem öll íslensku börnin hérna í hverfinu hafa verið á. Við erum nota bene búin að vera með það á bak við eyrað í heilt ár. Hún segir eitthvað svona "jah, af hverju röltirðu ekki við og talar við þau, núna er lok skráningatímabilsins." Svo ég geri það. Rölti bara þarna uppeftir. Konan segir mér að fylla út umsókn á netinu. Ég geri það. Fæ tölvupóst um hvort við hjónin viljum koma í túr eftir 3 daga. Við viljum það. Skoðum. Líst vel á. Hvort Edda vilji koma í playdate daginn eftir. Hún vill það. Stendur sig eins og hetja. Síðan kemur sprengjan. Hún kemst inn í 5-daga í viku prógrammið for sure en verður að vera á biðlista á 3-daga í viku prógrammið. Pælum í þessu fram og til baka en höfðum bara einn dag til að ákveða. Klukkan 11 um kvöld sendi ég dömunni póst þess efnis að við ákváðum 3 daga. Daginn eftir, fyrir klukkan 7 um morguninn fæ ég staðfestingu um að barnið sé komið inn. Hún var bara að reyna að selja okkur 5 daga prógrammið. Anyways. Þetta er lexía sem ég læri af og til. Maður miklar einhverju fyrir sér sem er ekkert mál.
Fyrsta inntökupróf (playdate) Eddu var svaka skemmtilegt. Fyrir okkur báðar held ég. Edda stóð sig eins og hetja. Hún þorði reyndar ekki alveg að fara inn í stofuna í fyrstu, ég þurfti að bera hana inn því hún hélt að ég ætlaði að skilja sig eftir. Um leið og við erum komnar inn fer hún að dótinu, velur sér bakka með reiknings-dóti (Montessori skóli) og sest á gólfið að vinna í verkefninu. Kennari hjálpar henni og útskýrir hvað á að gera (setja réttan fjölda af mörgæsum á spjöld með myndum af mörgæsum). Síðan fær hún leið á þessu og finnur sér nýtt verkefni. Skilar reyndar ekki mörgæsunum (-1 stig). Sest við borð og fer að skera niður grænmeti úr tré. Handleikur tréhnífinn af mikilli kúnst. Síðan er hún búin að skera. Skilar bakkanum. Finnur nýjann. Kennarinn þarf að fara að sinna barni sem kvartar yfir því að vera búinn að kúka í bleyjuna. Edda stingur prikum af kostgæfni ofan í krukku með litlum götum á lokinu. Gott ef hún finnur sér ekki enn eitt verkefnið til að vinna í áður en prófinu er lokið. Spáir ekkert í mömmu sinni. Lætur reyndar truflast af stelpu sem er að skæla og horfir á hana með samúðarsvip (+2 stig). Ég er bara að djóka með þessi stig. Það eru örugglega engin stig. En barnið rústaði þessu viðtali.