1.3.14
Einhverjar vangaveltur
Mig langar að skrifa eitthvað en ég veit ekki alveg um hvað ég á að tjá mig í dag. Mér finnst ég ekki hafa frá miklu áhugaverðu að segja. Við fengum mæðgur í heimsókn í morgun. Vinkona vinar okkar og dóttur hennar sem er rétt tæplega tveggja. Sú var svaka skemmtileg. Söng og dansaði hérna stanslaust. Eddu leist ekkert á að lána henni dótið sitt og virtist ekki njóta þess að vera með gest.
Við fórum á Degustation í tasting menu dinner í vikunni. Það var svaka skemmtilegt en hafði því miður ekki tilætlaðan árangur. Sennilega þar sem skammtarnir voru margir mjög naumir. Sumir réttirnir voru bara einn munnbiti og við enduðum á að kaupa einn auka rétt því við vorum ekki södd. Pælingin er náttúrulega að borða yfir sig. En gaman að fara á þennan stað. Maður fær að horfa á kokkana elda matinn og búa til mini-listaverk. Mjög áreynslulaust. Og án þess að subba neitt út eða búa til haug af óhreinu leirtaui.
Edda er orðin spennt fyrir því að eignast lítið systkyn. Litla systur. Hún setti smekk á litlu stelpuna sem kom hérna í morgun og klæddi hana í húfu og setti á hana hettuna þegar hún var að fara. Síðan hjálpar hún foreldrum sínum að muna hvernig það er að eiga smábarn með því að skríða um gólfin "grenjandi". Ég held hún læri þetta af smábörnunum sem eru í skólanum með henni. Voða fyndið. "Uhuhu uhuhu" volar hún og finnst hún svaka sniðug.
Ég er ekkert smá spennt að sjá hvernig hún bregst við nýju systur sinni. Við erum búin að tala heilmikið um það og lesa bók sem ég keypti um nýtt barn. En það jafnast nú aldrei neitt á við praktík.
Hérna er alveg ömurlegt veður. Ískalt dag eftir dag og viku eftir viku. Við erum nokkurn vegin að bilast á þessu. "Feels like" -18 í gær. En það mældust kannski -10. Þetta "feels like" er voða thing hérna. Það er allavegana fáránlega kalt og ekkert hægt að gera úti. Eitthvað annað en undanfarin tvö ár þegar enginn vetur kom. Þá hef ég officially ekkert meira að segja, núna þegar ég er farin að kvarta yfir veðrinu.
Við fórum á Degustation í tasting menu dinner í vikunni. Það var svaka skemmtilegt en hafði því miður ekki tilætlaðan árangur. Sennilega þar sem skammtarnir voru margir mjög naumir. Sumir réttirnir voru bara einn munnbiti og við enduðum á að kaupa einn auka rétt því við vorum ekki södd. Pælingin er náttúrulega að borða yfir sig. En gaman að fara á þennan stað. Maður fær að horfa á kokkana elda matinn og búa til mini-listaverk. Mjög áreynslulaust. Og án þess að subba neitt út eða búa til haug af óhreinu leirtaui.
Edda er orðin spennt fyrir því að eignast lítið systkyn. Litla systur. Hún setti smekk á litlu stelpuna sem kom hérna í morgun og klæddi hana í húfu og setti á hana hettuna þegar hún var að fara. Síðan hjálpar hún foreldrum sínum að muna hvernig það er að eiga smábarn með því að skríða um gólfin "grenjandi". Ég held hún læri þetta af smábörnunum sem eru í skólanum með henni. Voða fyndið. "Uhuhu uhuhu" volar hún og finnst hún svaka sniðug.
Ég er ekkert smá spennt að sjá hvernig hún bregst við nýju systur sinni. Við erum búin að tala heilmikið um það og lesa bók sem ég keypti um nýtt barn. En það jafnast nú aldrei neitt á við praktík.
Hérna er alveg ömurlegt veður. Ískalt dag eftir dag og viku eftir viku. Við erum nokkurn vegin að bilast á þessu. "Feels like" -18 í gær. En það mældust kannski -10. Þetta "feels like" er voða thing hérna. Það er allavegana fáránlega kalt og ekkert hægt að gera úti. Eitthvað annað en undanfarin tvö ár þegar enginn vetur kom. Þá hef ég officially ekkert meira að segja, núna þegar ég er farin að kvarta yfir veðrinu.