24.2.14

Nýtt barn

Það er annað barn á leiðinni.  Bara örskot í það.  Ég er að reyna að undirbúa mig fyrir fæðinguna.  Vil gjarnan ekki lenda í því að þurfa að fara í keisara aftur.  Ljósmóðirin mín segir reyndar að maður getur ekkert gert til að undirbúa sig.  Hvað held ég að konur hafi gert í Afríku í hundrað og tuttuguþúsund ár??  Ég veit það náttúrulega ekki en kannski undirbjuggu þær sig einhvern vegin andlega.  Til dæmis með því að syngja og dansa í kringum varðeld.  Og vera viðstaddar fæðingar hjá frænkum sínum og mæðrum.  Ég veit allavegana að það er hylur í á í Ástralíu þar sem konur þar um slóðir ólu sín börn með konum úr fjölskyldunni viðstöddum.  Síðan teiknuðu þær myndir af konunum að eiga börnin og hver kona átti einskonar depil eða merki fyrir hvert barn sem hún ól.

Það er eitthvað annað en hvernig þetta er í dag, hjá okkur.  Ég er í high-risk categoríu.  Búin að fara í keisara áður.  35 ára.  Ég verð með mónitor um bumbuna allan tíman svo eftir að ég fer á sjúkrahúsið þá get ég mig lítið hreyft.  Þannig er best að fylgjast með því hvort örið á leginu gefi eftir.  Það er samt mjög ólíklegt að það gerist.

Í gær fór ég í nálastungu og svæðanudd hjá Qi Li en hann er aðal kínverski læknirinn á upper west.  Hann setti nálar í bakið og hendurnar, aðra litlu tána og fæturna hugsa ég og síðan eina í sitthvora ilina.  Það var aðeins óþægilegt meðan hann var að setja þær í og síðan þegar hann kom og juggaði þeim til í miðju sessioninu.  En síðan fékk ég svæðanudd frá konu og það var algjör draumur.  Þá er aðallega verið að þrýsta á mismunandi punkta á fótunum en hún svona hagræddi hinum ýmsu liðum, eins og í mjöðmunum og öxlunum, sem var svaka notalegt.

Við Óli fórum á date-night um kvöldið.  Fyrst út að borða á vinsælasta staðnum í hverfinu, Jacobs Pickles, og síðan í bíó á 12 years a slave.  Hún er alveg stórkostleg en frekar erfið.  Ég gat ekki horft á fjölmörg atriði og hágrét með nokkrum öðrum bíógestum.  Úffa maj.  En nálastungan virkaði svolítið og ég fékk samdrætti í bíóinu en bara undanfara.  Ekki the real thing.  Hugsa að ég fari aftur á föstudaginn.  Á fimmtudaginn er ljósan nefnilega að fara að sjá messu í B moll og við Óli að fara í kvöldverð ársins.  Það er eitt af tricksunum í að koma fæðingunni af stað hjá okkur.  Að fara í tasting menu-dinner.  Tvær ástæður.  Þetta virkaði fyrir vinkonu mína.  Og, þarf maður tvær ástæður til að fara fínt út að borða rétt aður en maður getur ekki farið fínt út að borða í tvö ár?

Comments:
Rétt, það þarf sko enga ástæðu til að fara fínt út að borða! Sérstaklega ef það er verið að tríta bragðlaukana fyrir tvö heil ár. Treysti því að þið nutuð þess í botn. Svo gæti nú verið að barnapían geti hleypt ykkur út að borða aðeins fyrr en tveim árum seinna ;) Gangi þér og ykkur öllum rosa vel með allt. Sendi allar góðar vættir að hjálpa. /Lilja
 
Takk Lilja!
 
Úffa maj! Ég fór að hlæja þegar ég las þessa upphrópun því Baldur er alltaf að nota hana. Þetta er víst eitthvað sem heimamenn segja mikið en ég hef sjálf aldrei heyrt neinn mann segja þetta, nema náttúrulega Baldur. Og núna þig :)

Gangi þér vel Tinna, og ykkur báðum, bæði með fæðinguna og breytinguna úr einu í tvö börn! Bara gaman :)
 
Gangi þér vil Tinna, hugsum allar til þín hérna heima:)
 
Takk stelpur mínar!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?