24.2.14
Nýtt barn
Það er annað barn á leiðinni. Bara örskot í það. Ég er að reyna að undirbúa mig fyrir fæðinguna. Vil gjarnan ekki lenda í því að þurfa að fara í keisara aftur. Ljósmóðirin mín segir reyndar að maður getur ekkert gert til að undirbúa sig. Hvað held ég að konur hafi gert í Afríku í hundrað og tuttuguþúsund ár?? Ég veit það náttúrulega ekki en kannski undirbjuggu þær sig einhvern vegin andlega. Til dæmis með því að syngja og dansa í kringum varðeld. Og vera viðstaddar fæðingar hjá frænkum sínum og mæðrum. Ég veit allavegana að það er hylur í á í Ástralíu þar sem konur þar um slóðir ólu sín börn með konum úr fjölskyldunni viðstöddum. Síðan teiknuðu þær myndir af konunum að eiga börnin og hver kona átti einskonar depil eða merki fyrir hvert barn sem hún ól.
Það er eitthvað annað en hvernig þetta er í dag, hjá okkur. Ég er í high-risk categoríu. Búin að fara í keisara áður. 35 ára. Ég verð með mónitor um bumbuna allan tíman svo eftir að ég fer á sjúkrahúsið þá get ég mig lítið hreyft. Þannig er best að fylgjast með því hvort örið á leginu gefi eftir. Það er samt mjög ólíklegt að það gerist.
Í gær fór ég í nálastungu og svæðanudd hjá Qi Li en hann er aðal kínverski læknirinn á upper west. Hann setti nálar í bakið og hendurnar, aðra litlu tána og fæturna hugsa ég og síðan eina í sitthvora ilina. Það var aðeins óþægilegt meðan hann var að setja þær í og síðan þegar hann kom og juggaði þeim til í miðju sessioninu. En síðan fékk ég svæðanudd frá konu og það var algjör draumur. Þá er aðallega verið að þrýsta á mismunandi punkta á fótunum en hún svona hagræddi hinum ýmsu liðum, eins og í mjöðmunum og öxlunum, sem var svaka notalegt.
Við Óli fórum á date-night um kvöldið. Fyrst út að borða á vinsælasta staðnum í hverfinu, Jacobs Pickles, og síðan í bíó á 12 years a slave. Hún er alveg stórkostleg en frekar erfið. Ég gat ekki horft á fjölmörg atriði og hágrét með nokkrum öðrum bíógestum. Úffa maj. En nálastungan virkaði svolítið og ég fékk samdrætti í bíóinu en bara undanfara. Ekki the real thing. Hugsa að ég fari aftur á föstudaginn. Á fimmtudaginn er ljósan nefnilega að fara að sjá messu í B moll og við Óli að fara í kvöldverð ársins. Það er eitt af tricksunum í að koma fæðingunni af stað hjá okkur. Að fara í tasting menu-dinner. Tvær ástæður. Þetta virkaði fyrir vinkonu mína. Og, þarf maður tvær ástæður til að fara fínt út að borða rétt aður en maður getur ekki farið fínt út að borða í tvö ár?
Það er eitthvað annað en hvernig þetta er í dag, hjá okkur. Ég er í high-risk categoríu. Búin að fara í keisara áður. 35 ára. Ég verð með mónitor um bumbuna allan tíman svo eftir að ég fer á sjúkrahúsið þá get ég mig lítið hreyft. Þannig er best að fylgjast með því hvort örið á leginu gefi eftir. Það er samt mjög ólíklegt að það gerist.
Í gær fór ég í nálastungu og svæðanudd hjá Qi Li en hann er aðal kínverski læknirinn á upper west. Hann setti nálar í bakið og hendurnar, aðra litlu tána og fæturna hugsa ég og síðan eina í sitthvora ilina. Það var aðeins óþægilegt meðan hann var að setja þær í og síðan þegar hann kom og juggaði þeim til í miðju sessioninu. En síðan fékk ég svæðanudd frá konu og það var algjör draumur. Þá er aðallega verið að þrýsta á mismunandi punkta á fótunum en hún svona hagræddi hinum ýmsu liðum, eins og í mjöðmunum og öxlunum, sem var svaka notalegt.
Við Óli fórum á date-night um kvöldið. Fyrst út að borða á vinsælasta staðnum í hverfinu, Jacobs Pickles, og síðan í bíó á 12 years a slave. Hún er alveg stórkostleg en frekar erfið. Ég gat ekki horft á fjölmörg atriði og hágrét með nokkrum öðrum bíógestum. Úffa maj. En nálastungan virkaði svolítið og ég fékk samdrætti í bíóinu en bara undanfara. Ekki the real thing. Hugsa að ég fari aftur á föstudaginn. Á fimmtudaginn er ljósan nefnilega að fara að sjá messu í B moll og við Óli að fara í kvöldverð ársins. Það er eitt af tricksunum í að koma fæðingunni af stað hjá okkur. Að fara í tasting menu-dinner. Tvær ástæður. Þetta virkaði fyrir vinkonu mína. Og, þarf maður tvær ástæður til að fara fínt út að borða rétt aður en maður getur ekki farið fínt út að borða í tvö ár?
3.2.14
Innblástur á sinfóníutónleikum
Það er svo mikill lúxus að vera með barnapíu á heimilinu. Það nær engri átt. Við hjónin erum úti á lífinu daginn út og inn. Í kvöld fórum við á sinfóníutónleika með sinfóníuhljómsveit Fíladelfíu. Svaka skemmtilegir og tékkneskir tónleikar. Við litla krílið fíluðum þá í botn. Hún kýldi og sparkaði útum allt sérstaklega reyndar þegar ég fékk mér sítrónubrjóstsykur sem boðið er upp á.
Ég fékk heilmikinn innblástur á þessum tónleikum og allskonar tilfinningar ólguðu í brjósti mínu. Í fyrsta verkinu sem fjallar um Moldá, frá uppruna að ósa, fékk ég yfirþyrmandi tilfinningu að nú væri heimsendir á næsta leiti og "hvernig á ég að fæða börnin mín þegar heimurinn er ein ólgandi styrjöld vegna fæðuskorts?" Það breytir öllu að eiga lítil saklaus börn. Allt í einu skiptir fátt annað máli en feitar kinnar og sátt hjal þeirra. Þetta verk er reyndar einstaklega fallegt og maður hefði ekki haldið að það vekti til lífs svo drungalegar vangaveltur. En svona er lífið, það kemur manni sífellt á óvart.
Næsta verk eftir Bartók var hans þriðji píanókonsert sem hann skrifaði á dánarbeðinu fyrir konuna sína, svo hún gæti hafið feril í Bandaríkjunum eftir lát sitt, og náði ekki einu sinni alveg að klára. Það er líka fallegt verk þó Óli hafi verið í vandræðum með að njóta þess. En það vakti upp jákvæðari hugsanir um endalausa akra af rófum, kartöflum, káli og radísum, vappandi hænsi í görðum og náttúrulega kindur og annan búfénað. Ísland verður með tímanum vætusamara en það gætu líka komið góð ár inná milli og við gætum kannski lært fleiri góðar súrsunar og gerjunar uppskriftir af Þjóðverjum svo ef við erum ekki búin að selja Kínverjum landið okkar þá var niðurstaðan í Bartók að við værum kannski ekki alveg á flæðiskeri stödd.
Þriðja verkið var eftir Antonín Dvorák, fátækt tónskáld sem Brahms tók svolítið upp á arma sína. Þetta var 6. sinfónía sem var reyndar fyrsta útgefna sinfónía hans og kom honum á kortið sem tónskáldi. Einnig stór skemmtilegt verk og gott fyrir hugsanaflæði. Verð að deila því í góðu tómi.
Ég fékk heilmikinn innblástur á þessum tónleikum og allskonar tilfinningar ólguðu í brjósti mínu. Í fyrsta verkinu sem fjallar um Moldá, frá uppruna að ósa, fékk ég yfirþyrmandi tilfinningu að nú væri heimsendir á næsta leiti og "hvernig á ég að fæða börnin mín þegar heimurinn er ein ólgandi styrjöld vegna fæðuskorts?" Það breytir öllu að eiga lítil saklaus börn. Allt í einu skiptir fátt annað máli en feitar kinnar og sátt hjal þeirra. Þetta verk er reyndar einstaklega fallegt og maður hefði ekki haldið að það vekti til lífs svo drungalegar vangaveltur. En svona er lífið, það kemur manni sífellt á óvart.
Næsta verk eftir Bartók var hans þriðji píanókonsert sem hann skrifaði á dánarbeðinu fyrir konuna sína, svo hún gæti hafið feril í Bandaríkjunum eftir lát sitt, og náði ekki einu sinni alveg að klára. Það er líka fallegt verk þó Óli hafi verið í vandræðum með að njóta þess. En það vakti upp jákvæðari hugsanir um endalausa akra af rófum, kartöflum, káli og radísum, vappandi hænsi í görðum og náttúrulega kindur og annan búfénað. Ísland verður með tímanum vætusamara en það gætu líka komið góð ár inná milli og við gætum kannski lært fleiri góðar súrsunar og gerjunar uppskriftir af Þjóðverjum svo ef við erum ekki búin að selja Kínverjum landið okkar þá var niðurstaðan í Bartók að við værum kannski ekki alveg á flæðiskeri stödd.
Þriðja verkið var eftir Antonín Dvorák, fátækt tónskáld sem Brahms tók svolítið upp á arma sína. Þetta var 6. sinfónía sem var reyndar fyrsta útgefna sinfónía hans og kom honum á kortið sem tónskáldi. Einnig stór skemmtilegt verk og gott fyrir hugsanaflæði. Verð að deila því í góðu tómi.