25.1.14

Madama Butterfly

Við Óli erum með au pair.  Það er algjör game changer fyrir skemmtanalífið okkar.  Og hennar Lóu.  Núna lifum við bara the high life.  Förum út að borða og í óperuna kvöld eftir kvöld.

Í gær fórum við í boði ljósunnar minnar á Madama Butterfly í the Met.  Það var stórkostlegt.  Svaka tragedía.  Ég sá varla út um tárin í síðustu tvem hlutunum, af þrem.  Anthony Minghella leikstýrði þessari sýningu rétt áður en hann dó en hann leikstýrði líka The English Patient.  Þetta var yfirmáta  fallegt.  Og sorgleg saga japanskrar konu sem lætur blekkjast af lauslátum Ameríkana.  Hann giftist henni því "Bandarískur maður sem ráfar um heiminn er ekki sáttur fyrr en hann hefur náð blómi á hverri ströndu og ást sérhverrar fallegrar konu".  Hún bíður hans í þrjú ár með syni þeirra sem er honum hulinn þangað til hann kemur aftur og þá með aðra konu.  Hún verður eins og gefur að skilja harmi slegin og óhuggandi því þau ákveða líka að taka drenginn.

Georgia ljósmóðirin mín er mikill óperuaðdáandi og fer oft í mánuði.  Hún var búin að útskýra fyrir mér að það væri toppurinn á tilverunni að borða kvöldmat í hléinu á veitingastaðnum og fá sér desert í seinna hléi.  Og núna erum við Óli sammála því að það sé toppurinn á tilverunni.  Þvílíkur lúxus að labba bara inn á fínan stað.  Maturinn er kominn á borðið undir hjálmi.  Við fengum besta borðið.  Með útsýni yfir torgið með gosbrunninum.  Ég fékk svaka djúsí lax og Óli kjúkling.  Kjúklingalifur í forrétt.  Í desert fékk ég óperu-kökuna og það voru gullflögur á henni.  Ég reyndi reyndar að blása þær af því það stendur ekki í neinum bókum að gull sé gott fyrir kríli í möllum.

Barnið í mallanum sparkar og sparkar.  Maginn á mér gengur í bylgjum sem er svolítið skemmtilegt.  Það er smám saman allt að koma saman fyrir komu litla krílisins.  Ég er búin að verða mér út um "fallegustu og bestu vöggu í heimi".  Sérstakur tískustílisti Beyoncey rannsakaði í þaula þegar hún átti sitt barn (stílistinn) hvað væri fínasta vaggan á markaðnum og núna á ég hana.



Comments:
Mikil snilld allt saman, gaman að lesa:)
 
Gaman að heyra af öllu þessu útstáelsi hjá ykkur! Góða skemmtun. Sérstaklega ánægð með að litla beibí fái svona huggulega vöggu og verði í stíl við Blue Ivy.
Kv,
Silla
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?