8.11.13

Nýjasta snilldin

Í kjölfar New York Times greinarinnar sem fór eins og eldur í sinu milli Manhattanbúa höfum við uppgötvað nýja heimsmynd.  Það er kannski ofsögum sagt.  Nýja vídd í lífið.  Þetta er frekar stórkostlegt.

Í dag fengum við tvo vikadrengi.  Fyrst kom sjúkraflutninganemi hingað og setti saman öll ikea húsgögnin sem Óli og Edda keyptu um helgina.  Hann stóð sig ekkert smá vel.  Hvergi rispa eða skráma og allar skrúfur vel hertar.  Síðan kom maður á bíl sem bar 15 bókakassa útí bíl og keyrði með okkur Eddu í geymsluna, setti allt dótið á bretti sem hann rúllaði í geymsluna og raðaði öllu dótinu inn í hana og keyrði okkur heim aftur.

Því-lík snilld.  Og fyrir þetta borguðum við samtals um 10.000 krónur.  Þessir menn voru hvor um sig mestu gæðablóð.  Svo indælir, kurteisir og hjálplegir.  Sá sem hjálpaði mér með kassana býr í íbúð á Manhattan og á hús upstate, rafmagnsbíl og hvaðeina.  Hann er ekkert á kúpunni.  Hefur bara gaman að því að hjálpa öðru fólki, komast útúr húsi og kynnast nágrönnum sínum.  Við áttum margt sameiginlegt og gátum spjallað um hlýnun jarðar og skíði og barneignir alla leiðina.  Núna spyrjum við Óli okkur hvað getum við fengið vikadreng til að gera fyrir okkur næst?

Comments:
Ég er ekkert smá hrifin af þessari hugmynd. Það græða bókstaflega allir!

Kv, Silla
 
Jább! Akkúrat.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?