12.11.13

Húsgögn

Ég seldi stólana okkar fyrir nokkrum vikum.  Við erum alltaf á leiðinni að kaupa nýja.  Okkur finnst frekar erfitt að finna góða stóla.  Jæja.  Síðan gerðist það í gær að Edda ýtti við eldhúsborðinu okkar og það fór ekki betur en svo en það bara liðaðist í sundur.  Það var víst aðeins brotið fyrir og þetta gerði útslagið.  Svo nú eru hvorki stólar né borð.

Í gær borðuðum við sitjandi á stólunum hennar Eddu við dótaskápinn hennar.  Það eru meira að segja vitni.  Drífa og Þórdís sátu í hægindastólunum (sem betur fer náði ég ekki að selja þá áður en þær komu), sötruðu öl og skemmtu sér yfir þessum farsa.

Hérna er sökudólgurinn og rústirnar.


Verkefnið okkar Eddu í dag er að kaupa vinkla og trélím og reyna að tjasla þessu saman.  Ef tími gefst til síðan reyna að selja þetta borð.  Það passar hvort sem er ekki inn í fínu íbúðina okkar.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?