12.11.13

Hefði átt að læra smíði!

Edda hjálpaði mér að smíða borðið aftur saman.  Við notuðum borvél og það var sko ekkert mál.  Ég er svo montin með mig það er ekkert smá.  Edda var líka ánægð með árangurinn.


Það var Drífa sem kom okkur á bragðið.  Sagði við ættum bara að setja vinkil á þetta.  Og það gerðum við.  Eins og sést á meðfylgjandi mynd.  Er þetta ekki glæsilegt?!


Mér finnst ekki leiðinlegt að bæta smá yfirlýsingu í þennan mont póst.  En barnið, tæplega tveggja ára, er hætt með bleyju, hætt að pissa í sig svona mestmegnis, og pissar varla neitt í bleyjuna á nóttunni heldur.  Hú ha.  Mæli með ráðgjafanum mínum henni Jamie.  Sé ekki eftir þessum fimmtán dölum.  Hún segir einmitt að 20 til 30 mánaða gömlum börnum sé auðveldast að kenna að hætta með bleyju og því fyrr því auðveldar.  Eftir 30 mánuði er víst algjör martröð.  Ég verð að segja að þetta var ekkert mál hjá okkur.  Það var svona vika sem ég var svolítið á nálum en núna pissar hún 0-1 sinnum á dag í buxurnar.  Þvílíkur lúxus.  Hún er líka agalega sátt að vera laus við þetta stand.

Comments:
Æði!!
 
Þið eruð snillingar mæðgurnar :-)
 
Vel gert! Úff það er nú ekki lítið sem ég sakna þessarar litlu mýslu.

Kv, Silla
 
frábært!
 
Vel gert!
Hvað er nýja heimilisfangið ykkar?

kv. Fribba
 
Heyrðu! Ég skoða bloggið mitt bara alls ekki nógu vel! Þú verður að ná í mig á facebook Fribba. Þannig skipast veður í vindi. Set það hérna til vara:

163 W. 85th Street apt. 2
New York, NY 10024
USA
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?