22.10.13

Milestone - koppurinn

Ég er búin að lesa að maður eigi ekki að tilkynna það fyrirfram en þar sem ég held að þeir séu ekki það margir sem lesa þetta blogg þá geri ég það bara samt.  Edda er að fara að hætta með bleyju.  Eins og Yoda segir: Do or do not.  There is no trying.  Svo þannig er það.  Fyrsti dagurinn er á fimmtudaginn.  Þá verður barnið bert allan daginn og ég á að horfa á hana stanslaust.  Hverja einustu sekúndu til þess að læra á það hvaða merki hún gefur augnablikið áður en hún pissar.  Ó ég er svo spennt.

Markmiðið er að hún setjist og pissi á koppinn.  Edda er reyndar nokkurnvegin búin að læra það.  Hún pissar og kúkar í koppinn þegar hún vaknar en ekki annars.  Prógrammið er þannig að um leið og hún byrjar að pissa þá er málið að hlaupa með hana á koppinn.  Smám saman lærir hún hvernig tilfinning það er að þurfa að pissa og getur farið á koppinn áður en bunan kemur.   Þegar mamman er búin að læra á teiknin, þá er barnið sett í buxur en engar nærbuxur.  Höfundur bókarinnar sem ég styðst við mælir með að hafa þau commando í mánuð.  Síðan mega þau fara í nærbuxur.  En gaman að kaupa nærbuxur á barnið manns.  Ég hlakka ekkert smá til.

Annað sem er skemmtilegt er að þetta er þúsundasta og fyrsta færslan mín.  Það er smá milestone líka.

Comments:
Spennandi; og ég les víst bloggið þitt þó ég hafi nú ekki alltaf eitthvað gáfulegt fram að færa :-)

 
Gaman að heyra það Begga mín. Og það er alltaf skemmtilegt þegar þú skilur eftir kveðju.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?