24.10.13

Fyrsti í koppaþjálfun

Væri til í glas af fínu rauðvíni frá Pommard.  Eða bara glas af víni.  Þetta var samt ekki svo slæmt.  Dóttir mín er svo mikið yndi að vera með.  Hún var meira og minna berrössuð í allan dag og kúkaði tvisvar í koppinn áður en klukkan var sjö.  Síðan pissaði hún svona þrisvar á gólfið þangað til ég gómaði hana og bar hana pissandi á koppinn.  Eftir það pissaði hún bara í koppinn.  Man ekki hversu oft.  Kannski þrisvar.  Mögulega því ég gaf henni að borða á koppnum því ég var búin að fatta að hún pissar eiginlega alltaf meðan hún er að borða.  En hún var með bleyju í lúrnum vegna þess að ég meika ekki að gera þetta komplet þó svo ráðgjafinn segi að það sé auðveldara í det lange löp.

En ég sá nýja hlið á dóttur minni sem var skemmtilegt.  Ég sat hjá henni á gólfinu með moral support og hún fór í gegnum öll þroskaleikföngin sín (turnar og púsl) og réði allar þrautirnar samviskusamlega og sumar tvisvar.  Hún var svaka einbeitt.  Stökk ekki bros allan tíman og þegar hún var búin með eitt dót setti hún það á sinn stað áður en hún náði í nýtt.  Verð að viðurkenna að þetta hlýtur að vera eitthvað sem hún lærir í leikskólanum.  Ég hugsa að hún hafi dundað í þessu í hátt í klukkutíma.

Á morgun megum við fara út í stutt erindi.  Fórum reyndar í bakaríið í dag.  Edda labbaði bleyjulaus og komst heim vandræðalaust.  Ráðgjafinn segir að þetta taki oftast 3-7 daga en getur tekið bara 1 eða 12.  Allir vona víst að sitt barn læri þetta á einum degi og ég er engin undantekning á því.  Vonandi verður þetta bara komið á morgun.

Comments:
Frábært! Svo má maður ekki vera of harður og strangur ef þetta tekur lengri tíma. Ég rak mig á það þegar ég var að gera þetta. Það er eðlilegt að slys gerist eftir þetta sem þið eruð að gera núna. Gangi ykkur rosalega vel:)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?