19.9.13

Skömmuð á róluvellinum

Við vorum að fara, ég og Damaris, þegar kona kemur upp að okkur og spyr mig hvort ég eigi þetta barn.  Hún bendir á Eddu.  Já segi ég, ég á þetta barn.

Jah, hún var bara upp um allt, að taka í kerrurnar og klifra upp á bekkina.  Við vorum allar að horfa á hana.  Hún var bara eftirlitslaus.

Þakka þér fyrir að segja mér frá því segi ég og held áfram að setja Eddu í kerruna sína.  Hún stendur sem fastast og heldur áfram með ræðu um að ég verði að fylgjast með henni hverja sekúndu.

Hún heyrði í þér og þakkaði þér fyrir sagði Damaris þá ákveðin.  Konan varð hvumsa og snerist á hæli.

Ég var alveg steinhissa á þessu.  Hef aldrei lent í því að vera skömmuð áður á róluvellinum.  Af barnapíu.  Það er óþægilegt þegar ókunnugt, eða jafnvel kunnugt, fólk ásakar mann um að passa ekki nógu vel uppá börnin sín.

"Ahh, the joys of parenthood."  Þannig afgreiðir kaninn svona áreiti.

Comments:
já, þetta er bara asnalegt. Er þetta leikskólinn sem hún Edda er á? Vona að þú hafir ekki tekið þetta mjög nærri þér, kaninn getur verið skrýtinn;)
 
Nei nei, ekki leikskólinn, bara róló. Þar sem maður kemur með barnið sitt og er með því innan girðingar. Búin að jafna mig núna.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?