19.4.13

Feminismi

Hillary Clinton sagði nokkuð sem ég er mjög hrifin af.  Hún sagði:
   "At the end of the day, at the very least, every woman should have the ability and the confidence and the choice to make whatever decision she wants to make that are right for her and not be judged by it."

Það þykir ekki mjög kúl að vera heimavinnandi húsmóðir í nútímasamfélagi.  Fólk spyr mig "hvað gerirðu eiginlega á daginn?" með áherslu a gerirðu.  Staðreyndin er sú að ég hef aldrei verið jafn þreytt á kvöldin.  Það er fullt starf að vera með smábarn, sjá um heimilið og elda mat.

Je ne regrette rien, eins og Edith Piaf sagði.  Þó mér finnist mikilvægt að vinna að betri skilning á veðurkerfinu og hlýnun jarðar þá finnst mér enn mikilvægara að sjá um dóttur mína og elda fyrir fjölskylduna.  Fjölskyldan er hornsteinn samfélag mannana og heimalagaður matur tengir okkur við siðmenninguna.  Michael Pollan er náttúrulega með þetta á hreinu.  Ég get ekki beðið eftir því að lesa nýjustu bókina hans í góðu tómi.  Á meðan maður bíður getur maður lesið pistil eftir Mark Bittman.


Comments:
Það er nú líka mikilvægt að það verði vel gerðir einstaklingar sem að taki við jörðinni og haldi áfram rannsóknum. Að því leiti má kannski líka segja að það sé engu minna mikilvægt fyrir heiminn að vanda sig við að ala upp börnin sín :)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?