21.3.13

Sumar í sveit

Við Óli og Edda erum að hugsa um að eyða sumrinu heima á Íslandi í ár.  Komum í byrjun mai.  Óli verður í 2 mánuði en við mæðgurnar bætum við 3 vikum.  Erum búin að finna fólk til að skipta á íbúðum við og líst frekar vel á málið.  Árið 2012 var heitasta ár síðan mælingar hófust í Bandaríkjunum og ég efast um að 2013 verði eitthvað bærilegra.  Síðan er líka yndislegt að vera í faðmi fjölskyldunnar. Það er auðvitað aðalmálið.

Við Edda eigum samt eftir að sakna Amiguitos.  Þær eru svo indælar fóstrurnar.  Í dag fékk Edda að taka lúrinn sinn í fanginu á Gloriu, uppáhalds fóstrunni sinni.  Um daginn þegar ég sótti Eddu teygði einn stubburinn sig upp til Mily svo hún gæti kysst hann.  Kiss kiss sagði hann.  Edda er alveg hætt að skæla þegar ég fer eða kem að sækja hana.  Það er yndislegt.

Comments:
frábært Tinna!! Don't be a stranger, þú veist að ég er í orlofi:)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?