8.2.13

Ég deili

Þess vegna er ég.  Þetta er það nýjasta skilst mér á Sherry Turkle.  Ég er alveg hrifin af tækni.  Næst á eftir dóttur minni er ég hrifnust af tölvunni minni.  En ég er voða svag fyrir svona social-media bashing.

Það sem er helst að frétta af okkur er að Edda er að verða eins árs.  Á morgun.  Þetta er alveg ný upplifun fyrir mig að eiga barn sem á afmæli.  Það er ekkert smá skemmtilegt.  Við fórum saman í leikfangaverslunina áðan að kaupa afmælisgjöf alveg á síðustu stundu því mér fannst ekki hægt að barnið fengi ekki innpakkað dót í afmælisgjöf.

Hérna í New York er blizzard.  Hreingerningadaman komst ekki til mín í dag vegna veðurs.  Þetta er svona alvarlegt.  Ég las í blaðinu að það ætti að fenna hátt í meters lagi en enn sem komið er eru þetta kannski 5 sentimetrar.  Vonandi komast gestirnir í afmælisveisluna hennar Eddu.  Óli er að undirbúa beef Wellington.  Lundin er núna að eldast inni í ísskáp.  Þetta er agalega spennandi.

Já já.  Við Edda erum búnar að vera kvefaðar síðan hún byrjaði í leikskólanum.  Þessa vikuna var hún svo slöpp að hún fór ekkert.  Hún er voða lukkuleg með Amiguitos.  Hann heitir það, leikskólinn.  Fóstrurnar eru frá Ecuador og tala bara spænsku.  Þær segja Hola Edda og Chiao Edda.  Hasta manana Edda.  Þetta er það eina sem ég skil.

Ég er að reyna að skila greininni minni í hundraðasta skipti.  Loksins tók ég athugasemdirnar nógu alvarlega og er að breyta svolítið mikið.  Í nokkrar vikur var það til hins betra en undanfarið hefur ekki gengið nógu vel að láta allt ganga upp.  Vonandi fer þetta að smella saman því ég fékk frest sem er útrunninn og myndi vilja skila fyrir afmælisveisluna.  Hú ha.  Reyni að smella mynd af afmælisbarninu á morgun og setja inn.  Hún hefur stækkað svo mikið undanfarið, er nær óþekkjanleg.

Comments:
Eignmaðurinn sleppur sumsé rétt svo í þriðja sætið ;)

Til hamingju með afmælið hennar Eddu litlu, ég vonast til að sjá ykkur á Skype á morgun!
 
Er of erfitt að trúa því að hann gæti átt fyrsta?
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?