25.1.13

Foreldrahlutverkið

Þetta er nú kannski ekki ákveðið hlutverk.  Maður er bara sá sem maður er en síðan er ný manneskja og maður lærir smám saman inn á hana.

Edda er búin að læra að segja ba ba og það er nú ekki bara eitthvert bull.  Baba þýðir pabbi.  Það er ekki lítið sætt þegar hún segir baba.  Hún horfir á útidyrnar og segir baba! eins og hún sé að segja "kannski fer pabbi að koma heim núna".  Sérstaklega ef einhver er að koma heim neðar í stigagangnum.

Í kvöld borðaði hún kvöldmat og það lá í loftinu að hún væri að fara í háttinn.  Að lokum segi ég jæja, eigum við að fara upp og hátta?  Þá lítur litla stýrið á útidyrahurðina og segir ámátlega baba babababa?  Pabbi er ennþá í vinnunni segi ég og við förum upp.  Svaka hamingjubros kemur á dömuna þegar nokkrum mínútum síðar heyrum við í Óla koma heim.  Loksins.  Ég hugsa að hún hafi verið að bíða eftir honum í allan dag.

Comments:
Hahaha, enn sætt :)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?