15.1.13
Edda íþróttaálfur
Já, það var og. Um leið og barnið leit dagsins ljós getur Tinna ekki um annað hugsað, talað né skrifað en Edda þetta Edda hitt. Og í gær þá klifraði Edda upp allar tröppurnar heim til sín. Þetta eru fimm eða sex hæðir, eftir því á hvernig málið er litið.
Er hún ekki dugleg litla dúllan? Og annað sem gerðist var að Edda tók sitt fyrsta skref.
Hún stóð við stól og hélt sér í. Síðan sleppti hún takinu og stóð bara alveg stöðug. Við Cris, barnfóstran hennar Eddu, sátum sitthvoru megin við hana og biðum eftir því hvað myndi gerast næst. Edda horfir á Cris og Cris heldur höndunum að Eddu og segir komdu, komdu hingað. Og þá gerðist það. Edda tók eitt skref til Cris og lét sig síðan falla í fang hennar. Litla snúllan.
Er hún ekki dugleg litla dúllan? Og annað sem gerðist var að Edda tók sitt fyrsta skref.
Hún stóð við stól og hélt sér í. Síðan sleppti hún takinu og stóð bara alveg stöðug. Við Cris, barnfóstran hennar Eddu, sátum sitthvoru megin við hana og biðum eftir því hvað myndi gerast næst. Edda horfir á Cris og Cris heldur höndunum að Eddu og segir komdu, komdu hingað. Og þá gerðist það. Edda tók eitt skref til Cris og lét sig síðan falla í fang hennar. Litla snúllan.