14.1.13

Barnið er að byrja í leikskóla

Edda litla Óladóttir mun hefja sína skólagöngu í þessari viku.  Það líst mér mjög vel á.  Þá ætla ég út að skokka og forrita og skrifa grein.  Hú ha.  Þessi skóli er hérna í næsta húsi.  Voða lítill og sætur.

Amma mín Rúna á handknúna kaffikvörn, sérstaklega falleg og rómantísk.  Ég er búin að dáðst að henni uppí hillu í mörg ár meðan ég drekk kaffi með ömmu.  Þegar Óli síðan með reglulegu millibili segist langa í nýja kvörn sem mylur baunir með því að kremja þær frekar en saxa, eins og kvörnin okkar gerir, þá byrja ég á langri sögu um einfaldari tíma og rómantík sem endar á því að mig langi bara í kvörn eins og amma Rúna á.  Þangað til sé ég ánægð með söxunina, þrátt fyrir alla vankanta þeirrar aðferðar.

Líður nú og bíður.  Við Óli söxum kaffibaunirnar okkar með tilheyrandi eim af keim af beiskleika í kaffinu okkar.  Þangað til núna.  Óli gaf mér handknúna kaffikvörn í jólagjöf og það er nú meiri munurinn.  Það tekur svona 3-4 mínútúr að mala kaffi í eina litla vél.  Maður bara stendur, eða situr, í þennan tíma og snýr sveifinni.  Það er ekki hægt að gera neitt annað á meðan.  Kannski spjalla aðeins við Eddu.  Annars þarf maður bara að vera í sínum eigin þönkum.  Yndislegt.  Ég er ekki ein um að fíla svona græju.  Þessi gæji á alveg eins kvörn og ég.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?