10.11.12

Guði sé lof

Það tók aðeins orfáa tíma að komast að niðurstöðu um endurkjör forsetans. Ég verð að viðurkenna að ég upplifi smá spennufall. Undanfarnar vikur og mánuði er ég búin að fylgjast grannt með baráttunni og skoðanakönnununum. Hvað a eg núna að lesa um í New York Times?

Það eru líka frettir héðan frá okkur. Ég er búin að ráða barnfóstru fyrir barnið. Hún kom tvisvar í síðustu viku og Eddu leist bara vel á hana. Fyrri daginn vorum við allar þrjár saman að leika en seinni daginn fóru Edda og Cris saman á róló. Það var vist bara gaman en um leið og Edda sá mig aftur fór hún að háskæla. Litla skinnið.

Comments:
hún er ekkert smá dugleg :) Frænka hennar er núna öll að koma til :)

kv Heiða
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?