1.10.12
Skiptar skoðanir
Á ensku er til eitt orð yfir þetta hugtak, controversial. Mér finnst eins og það hugtak feli í sér smá eldfimi, meðan íslenska hugtakið er hlutlausara. Jæja.
Það er svo skemmtilegt hve íslensk smábörn eru öll svipuð. Maður tekur best eftir því þegar maður sér svona mikið af útlenskum börnum eins og eru hérna í Ameríku og hittir síðan annað íslenskt barn. Þau íslensku eru öll svolítið stórgerð og hvít. Annað sem einkennir íslensk börn er snuddan upp í þeim.
Hérna vestanhafs eru skiptar skoðanir á því hvort gott sé fyrir smábörn að hafa snuð. Á Íslandi er mikið sagt að "þau hafa svo mikla sogþörf þessi grey" og þannig réttlætt að best sé fyrir börnin að sjúga lítið plast titti. Náttúran kom þessari sogþörf þarna fyrir til að börnin myndu sjúga brjóstin á mömmu sinni og þannig kemur mjólk í brjóstin og síðan í mallann á börnunum. Ljómandi vel úthugsað hjá henni.
Vinkona mín sem á þrjú börn, uppkomin og glæsileg, sagði mér að hún héldi að það hafi hjálpað sínum börnum þroskalega að vera ekki með snuddu. Og núna loksins eru vísindamenn í Wisconsin búnir að spá í þessu og komust að þeirri niðurstöðu að með snuddu upp í sér geta smábörn ekki gert eins mikið af svipbrigðum og án snuddu. Þau eru í meiri vandræðum með að herma eftir svipbrigðum fullorðinna og mögulega að læra inná tjáningu og tilfinningalíf mannanna.
Hérna er linkur á þessa frétt fyrir áhugasama.
Það er svo skemmtilegt hve íslensk smábörn eru öll svipuð. Maður tekur best eftir því þegar maður sér svona mikið af útlenskum börnum eins og eru hérna í Ameríku og hittir síðan annað íslenskt barn. Þau íslensku eru öll svolítið stórgerð og hvít. Annað sem einkennir íslensk börn er snuddan upp í þeim.
Hérna vestanhafs eru skiptar skoðanir á því hvort gott sé fyrir smábörn að hafa snuð. Á Íslandi er mikið sagt að "þau hafa svo mikla sogþörf þessi grey" og þannig réttlætt að best sé fyrir börnin að sjúga lítið plast titti. Náttúran kom þessari sogþörf þarna fyrir til að börnin myndu sjúga brjóstin á mömmu sinni og þannig kemur mjólk í brjóstin og síðan í mallann á börnunum. Ljómandi vel úthugsað hjá henni.
Vinkona mín sem á þrjú börn, uppkomin og glæsileg, sagði mér að hún héldi að það hafi hjálpað sínum börnum þroskalega að vera ekki með snuddu. Og núna loksins eru vísindamenn í Wisconsin búnir að spá í þessu og komust að þeirri niðurstöðu að með snuddu upp í sér geta smábörn ekki gert eins mikið af svipbrigðum og án snuddu. Þau eru í meiri vandræðum með að herma eftir svipbrigðum fullorðinna og mögulega að læra inná tjáningu og tilfinningalíf mannanna.
Hérna er linkur á þessa frétt fyrir áhugasama.
Comments:
<< Home
Áhugaverð grein; fór auðvitað um mig við lesturinn og nú er spurningin: hversu mikinn skaða hefur Kristján Þór hlotið og mun hann nokkurn tíma bera þess bætur ??
Fúlt að vera nuddað svona upp úr mistökum sínum :-) En vonandi hjálpa þessar niðurstöður öðrum foreldrum að taka réttar ákvarðanir :-)
Koss og knús
Begga
Fúlt að vera nuddað svona upp úr mistökum sínum :-) En vonandi hjálpa þessar niðurstöður öðrum foreldrum að taka réttar ákvarðanir :-)
Koss og knús
Begga
Ég hugsa að maður ætti nú ekki að hugsa um það sem mistök. Ekki eru öll kurl komin til grafar. Það er nú þannig með þessi vísindi, það er ekki endilega eitt rétt svar.
Ég setti þetta bara hérna inn því hérna í Ameríku eru mæður mikið að velta þessu fyrir sér en mér fannst svolítið einhliða skoðun vera ríkjandi á Íslandi. Munur sem ég tók líka eftir er að heima virðist fólk vera á því að það sé svo gott fyrir börnin að vera með snuð meðan hérna talar fólk um snuð meira sem tæki fyrir foreldrana.
Skrifa ummæli
Ég setti þetta bara hérna inn því hérna í Ameríku eru mæður mikið að velta þessu fyrir sér en mér fannst svolítið einhliða skoðun vera ríkjandi á Íslandi. Munur sem ég tók líka eftir er að heima virðist fólk vera á því að það sé svo gott fyrir börnin að vera með snuð meðan hérna talar fólk um snuð meira sem tæki fyrir foreldrana.
<< Home