17.10.12
Fyrsti kossinn
Hann heitir Michael. Og hann kyssti dóttur mína. Á ennið. Ofurlaust. Það var afskaplega sætt og allar konurnar dæstu ohhhh þegar það gerðist.
Edda er eins og fiðrildi í leikfimistímunum sínum. Kútveltist um á gólfinu, helst í miðjunni, en skríður líka á milli allra barnanna aðeins til að potast í þeim. Hún byrjaði að spjalla við Michael með ofangreindum afleiðingum. Sagði hæ og allt. Hhhæhh. Síðan fór hún aðeins til Sofiu sem er svolítið minni og spjallaði aðeins við hana. Zeek horfði stíft á hana spjalla við hina krakkana og þegar hún loks fór til hans greip hann í hana, svaka ánægður með að hún skyldi líka vilja spjalla við hann. Það var algjört bíó að horfa á Eddu barnið vera svona sosjal.
Edda er eins og fiðrildi í leikfimistímunum sínum. Kútveltist um á gólfinu, helst í miðjunni, en skríður líka á milli allra barnanna aðeins til að potast í þeim. Hún byrjaði að spjalla við Michael með ofangreindum afleiðingum. Sagði hæ og allt. Hhhæhh. Síðan fór hún aðeins til Sofiu sem er svolítið minni og spjallaði aðeins við hana. Zeek horfði stíft á hana spjalla við hina krakkana og þegar hún loks fór til hans greip hann í hana, svaka ánægður með að hún skyldi líka vilja spjalla við hann. Það var algjört bíó að horfa á Eddu barnið vera svona sosjal.