28.10.12

Þessi tími árs

Skemmtilegt og ekki skemmtilegt að hérna í New York er ný árstíð.  Kom með express frá Flórída.  Hurricane season.  Í fyrra var það Irene.  Í ár er það Sandy.  Subway kerfinu verður lokað kl. 7 í kvöld og óvíst hvenær það opnar aftur.  Sennilega á miðvikudaginn.

Við erum tiltölulega vel viðbúin.  Ég er búin að setja vatn í flöskur  og við eigum tappa í baðið.  Kannski við fyllum það fyrst við eigum tappa.  Í fyrra stakk Mayor Bloomberg upp á því að fólk fyllti baðkerið sitt af vatni til að eiga í klósettkassann ef það yrði vatnslaust.  Þá fórum við útí búð að kaupa tappa en þeir voru löngu uppseldir.

Það er lambalæri í pottinum sem ætti að duga í allavegana tvær eða þrjár máltíðir.  Baunir í bleyti til að gera baunasalat á morgun.  Brauðið er reyndar að verða búið og það var uppselt þegar ég ætlaði að kaupa það áðan.  Kannski maður skelli í eitt brauð til að vera örugg.

Comments:
Gott að heyra að þið eruð að undirbúa ykkur. Ég vona þetta gangi bara tiltölulega rólega yfir án vandræða og þið haldið ykkur öruggum.
 
Þetta hlýtur óneitanlega að vera svolítið sérstök upplifun. Ég vona að Sandy sjá sig um og láti alla í friði. Farið vel með ykkur :)
 
Takk fyrir kveðjurnar stelpur! Höfum það svaka gott. Sandy boggadi aðra Meira en okkur.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?