8.10.12
Coney Island
Á þessari Kólumbusar helgi ákváðum við fjölskyldan að fara á Coney Island. Það er nú meira stuð pleisið. Rússibanar og hygge-mad í röðum. Hérna eru Óli og Edda í lestinni þangað. Ferðalagið tekur rúman klukkutíma. Við byrjuðum á því að borða Tonnoto´s pizza. Hún var sérstaklega góð, eldbökuð með heimalöguðum mozzarella. Edda fékk að sitja í 80 ára gömlum barnastól. Hún var sátt við það. Síðan fékk hún pizza skorpu í fyrsta sinn. Það fannst henni sko gott. Þangað til hún var með munninn fullan af munnvatnssósa pizzaskorpu sem hún vissi ekki hvað hún átti að gera við.
Fullorðna fólkið fékk að fara í Cyclone. Hann er núna 85 ára en peningana virði og meira en það. Hérna erum við mæðgur á leiðinni heim, saddar og sælar.