9.9.12

Önnur tönnsla

Er komin.  Beint á móti, í efri góm.  Edda fagnaði með því að bíta pabba sinn í nefið sem snarlega gólaði á!

Við erum komin heim aftur frá Seattle.  Lífið okkar er smám saman að komast á réttan kjöl.  Edda er dugleg í að snúa sólarhringnum rétt.  Hún vaknar hálftíma til klukkutíma fyrr á hverjum morgni og sofnar að sama skapi fyrr á kvöldin.  Mjög kórrétt allt saman.

Síðan á hún núna stól og situr í honum 2-3 á dag og borðar.  Graut með einhverju góðu útí.  Í gær var það lax.  Coho.  Það er vesturstrandar lax sem við sáum hoppa í Seattle.  Þar er stigi fyrir laxinn til að komast aftur á æskuslóðir þegar hann vill hrygna.  Hann myndi ekki komast sjálfur því fyrir á ánni eru lásar til að hleypa bátum upp.  Fyrir rúmum hundrað árum byggði hygginn maður þessa "stiga" fyrir laxinn til hann kæmist og í dag getur maður horft á hann fara stigann.  Við sáum einmitt Svona coho lax og einnig Chinook lax sem heitir líka King lax og þykir öðrum fremri hjá matgæðingum.  Við Óli getum reyndar staðfest það því við fórum á fínasta sjávarrétta stað bæjarins og fengum Kónga lax.  Óli rauðan og ég hvítan.

En nú erum við komin heim og  farin að baby-proofa því Edda fer bara útum allt og kemur sér í bobba.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?