18.9.12
Litla Klifurmús
Barnið tekur framförum á hverri mínútu. Hún er komin með þrjár tennur. Eina niðri og tvær uppi. Hún stendur upp. Stóð fyrst upp við fætur föður síns þegar hann var í tölvuleik um helgina. Stóð rígmontin og völt og pabbinn tók ekki eftir neinu. Síðan þá er hún búin að vera að æfa þennan nýja hæfileika og í dag stóð hún á hnjánum. Alveg sjálf, án þess að styðja sig. Og undrunar svipurinn var óborganlegur. Hann sagði Vá! Þetta er líka hægt! Hver eru takmörk lífs míns?
Síðan er hún búin að vera að æfa sig í að klifra upp tröppurnar í stofunni. Hún kemur skríðandi og setur aðra höndina upp á fyrstu tröppuna þegar hún er nógu nálægt. Stundum fer hún ekki nógu nálægt. En þegar það heppnast, þá fylgir hin höndin eftir og hún krýpur á hnjánum við fyrstu tröppuna. Þá setur hún aðra höndina á næstu tröppu, annan fótinn undir sig, og síðan hina höndina upp og stendur upp alveg. Þá er hún svaka montin en veit ekki hvað hún á að gera næst. Stundum teygir hún sig í mig. En einu sinni reyndi hún að fara með annað hnéð upp á fyrstu tröppuna. Þá var nú klifurmamma stolt.
En Edda er með allskonar klifur-move sem við Óli vorum í mörg ár að æfa okkur í. Hún tekur í brúnir með fingurgómunum svo eitthvað sé nefnt. Hún notar fæturna heilmikið. Til dæmis ef hún hangir á borðbrún þá setur hún fæturna sitthvoru megin við borðfótinn og reynir að hífa/spyrna sig upp. Hún reynir að nota viðnám við lófa og fingur ef hún vill standa upp þar sem engin brún er, aðeins veggur. Það sem hún hefur sem við Óli náðum aldrei er að hún er að stanslaust, frá því að hún vaknar og þangað til hún sofnar. Í dag var hún svo spennt að æfa sig í þessu öllu að hún var komin með dökka bauga undir augun og fór að skæla í miðju move-i og sofnaði eiginlega þannig.
Það er ekkert smá magnað að fylgjast með barninu manns þroskast og vaxa. Magnað að öll börn vaxa og þroskast meira og minna eins og allar mæður eru jafn hugfangnar af því.
Síðan er hún búin að vera að æfa sig í að klifra upp tröppurnar í stofunni. Hún kemur skríðandi og setur aðra höndina upp á fyrstu tröppuna þegar hún er nógu nálægt. Stundum fer hún ekki nógu nálægt. En þegar það heppnast, þá fylgir hin höndin eftir og hún krýpur á hnjánum við fyrstu tröppuna. Þá setur hún aðra höndina á næstu tröppu, annan fótinn undir sig, og síðan hina höndina upp og stendur upp alveg. Þá er hún svaka montin en veit ekki hvað hún á að gera næst. Stundum teygir hún sig í mig. En einu sinni reyndi hún að fara með annað hnéð upp á fyrstu tröppuna. Þá var nú klifurmamma stolt.
En Edda er með allskonar klifur-move sem við Óli vorum í mörg ár að æfa okkur í. Hún tekur í brúnir með fingurgómunum svo eitthvað sé nefnt. Hún notar fæturna heilmikið. Til dæmis ef hún hangir á borðbrún þá setur hún fæturna sitthvoru megin við borðfótinn og reynir að hífa/spyrna sig upp. Hún reynir að nota viðnám við lófa og fingur ef hún vill standa upp þar sem engin brún er, aðeins veggur. Það sem hún hefur sem við Óli náðum aldrei er að hún er að stanslaust, frá því að hún vaknar og þangað til hún sofnar. Í dag var hún svo spennt að æfa sig í þessu öllu að hún var komin með dökka bauga undir augun og fór að skæla í miðju move-i og sofnaði eiginlega þannig.
Það er ekkert smá magnað að fylgjast með barninu manns þroskast og vaxa. Magnað að öll börn vaxa og þroskast meira og minna eins og allar mæður eru jafn hugfangnar af því.
Comments:
<< Home
Dugleg litla skottan, greinilega léttari á sér en frænka hennar sem vill bara sitja á bossanum...en í dag heyrðist óvænt "mama baba" og við auðvitað teljum okkur trú um að hún sé að kalla á okkur :)
knús til ykkar
Heiða frænka
Skrifa ummæli
knús til ykkar
Heiða frænka
<< Home