24.5.12
Smábarnabær
Upper west side er svona lítið þorp af smábörnum og foreldrum þeirra. Ekki nóg með að það eru smábarna tískuvöruverslanir á hverju götuhorni og dótabúðir, þá eru leikfimissalir, klúbbar og tónleikahús fyrir smábörn. Í þessari viku erum við Edda búnar að tékka svolítið á smábarnastemmningunni hérna á upper west.
Á þriðjudaginn fórum við í Elliots baby gym. Sátum í hring með fullt af smábörnum og mæðrum eða nannyum þeirra. Elliot er svaka sniðugur karl sem syngur og sprellar með börnin. Þau hafa ljómandi gaman að honum. 30 börn í hring og ekki eitt einasta að skæla í heilan klukkutíma. Til að ná athygli allra segir hann bara "bzzzzzzzzzzzzz" og þá steinþagna öll litlu börnin. Alveg frábært.
Í gær fórum við í söng og tákn námskeið. Það fannst okkur líka ljómandi skemmtilegt. Ég lærði nokkur tákn. Tré, grein, hreiður, höfrungur, meira, mamma og pabbi. Lára, stelpan sem er með þetta söng námskeið, er svaka skemmtileg og syngur allskonar skemmtileg lög og táknar með til að hjálpa manni að læra táknin.
Í dag fórum við síðan í New York Kids Club á baby námskeið. Í dag er rigning og grátt svo aðeins þrjú smábörn mættu með mæðrum sínum. Við sátum í hring og byrjuðum á smá teygjum fyrir mömmurnar. Síðan nokkrar teygjur fyrir smábörnin. Smá söngur, smá dans, smá leikur með slæðu, smá nudd, smá tummy-time. Í tummy time fá smábörnin spegil sem þau geta horft á sig í. Það finnst Eddu gaman. Hún hlær og skríkir þegar hún sér sig. Og þegar hún sér sig hlæja hlær hún enn meira. Henni finnst ekkert skemmtilegra en að horfa á sig í spegli.
Mér finnst gaman að fara á svona smábarna prógröm því Eddu finnst það svo geggjað skemmtilegt. Plús þá þarf ég ekki að hafa fyrir því að skemmta henni. Hún hlær og skríkir og sjarmerar alla kennarana með fallega brosinu sínu. Síðan finnst henni gaman að sjá önnur smábörn og syngja old mac donald had a farm og önnur lög sem ég kann ekki. Henni finnst gaman að syngja og tekur undir hástöfum jafnvel þótt hún hafi aldrei heyrt lagið áður og kunni ekki textann. Né melódíuna. Reyndar á það sama við um mig. Við mæðgurnar syngjum oft bara "babarabidab bibabidab bibibidib" þegar við kunnum ekki textann.
Á þriðjudaginn fórum við í Elliots baby gym. Sátum í hring með fullt af smábörnum og mæðrum eða nannyum þeirra. Elliot er svaka sniðugur karl sem syngur og sprellar með börnin. Þau hafa ljómandi gaman að honum. 30 börn í hring og ekki eitt einasta að skæla í heilan klukkutíma. Til að ná athygli allra segir hann bara "bzzzzzzzzzzzzz" og þá steinþagna öll litlu börnin. Alveg frábært.
Í gær fórum við í söng og tákn námskeið. Það fannst okkur líka ljómandi skemmtilegt. Ég lærði nokkur tákn. Tré, grein, hreiður, höfrungur, meira, mamma og pabbi. Lára, stelpan sem er með þetta söng námskeið, er svaka skemmtileg og syngur allskonar skemmtileg lög og táknar með til að hjálpa manni að læra táknin.
Í dag fórum við síðan í New York Kids Club á baby námskeið. Í dag er rigning og grátt svo aðeins þrjú smábörn mættu með mæðrum sínum. Við sátum í hring og byrjuðum á smá teygjum fyrir mömmurnar. Síðan nokkrar teygjur fyrir smábörnin. Smá söngur, smá dans, smá leikur með slæðu, smá nudd, smá tummy-time. Í tummy time fá smábörnin spegil sem þau geta horft á sig í. Það finnst Eddu gaman. Hún hlær og skríkir þegar hún sér sig. Og þegar hún sér sig hlæja hlær hún enn meira. Henni finnst ekkert skemmtilegra en að horfa á sig í spegli.
Mér finnst gaman að fara á svona smábarna prógröm því Eddu finnst það svo geggjað skemmtilegt. Plús þá þarf ég ekki að hafa fyrir því að skemmta henni. Hún hlær og skríkir og sjarmerar alla kennarana með fallega brosinu sínu. Síðan finnst henni gaman að sjá önnur smábörn og syngja old mac donald had a farm og önnur lög sem ég kann ekki. Henni finnst gaman að syngja og tekur undir hástöfum jafnvel þótt hún hafi aldrei heyrt lagið áður og kunni ekki textann. Né melódíuna. Reyndar á það sama við um mig. Við mæðgurnar syngjum oft bara "babarabidab bibabidab bibibidib" þegar við kunnum ekki textann.
Comments:
<< Home
Hæ elsku - Hvenær kemurðu til Íslands, er það ekki bráðum? :)
Ég verð líklega í NY í lok september (segi þér frá því seinna) sjáumst vonandi þá líka:)
Ég verð líklega í NY í lok september (segi þér frá því seinna) sjáumst vonandi þá líka:)
Við komum vonandi 28. júní.. eigum eftir að fá vegabréf fyrir Eddu. Það er í smá pikklis en kannski reddast það.
Skrifa ummæli
<< Home