9.4.12
Tveggja mánaða
Það er afmæli liggur við annan hvern dag þegar maður er svona lítill. Edda er 2 mánaða í dag og það er yndislegt. Það var ekki mikið um hátíðahöld en Edda fór samt í kjól og peysu í stíl. Voða fínt fjólublátt dress frá Jóhönnu. Við fórum að hitta ljósuna okkar og hún hrópaði upp yfir sig vá hvað barnið er orðið risa stórt! En við hittumst fyrir tvem vikum og síðan þá hefur hún þyngst um kíló.
Það er alveg bilað að vera með barn á brjósti. Ég borða og borða en léttist og grennist. Frekar gott. Allavegana í nútímasamfélagi þar sem mun auðveldara er að þyngjast en léttast. Það er líka skrýtið að vera lifibrauð annarar manneskju og að þurfa að deila líkamanum svona með fjölskyldunni (Eddu). Líffræði er svo merkileg.
Það er alveg bilað að vera með barn á brjósti. Ég borða og borða en léttist og grennist. Frekar gott. Allavegana í nútímasamfélagi þar sem mun auðveldara er að þyngjast en léttast. Það er líka skrýtið að vera lifibrauð annarar manneskju og að þurfa að deila líkamanum svona með fjölskyldunni (Eddu). Líffræði er svo merkileg.
Comments:
<< Home
Til hamingju:) -og takk fyrir myndina, hún hangir uppi á töflu í eldhúsinu og kemur öllum í gott skap:)
Ásta
Skrifa ummæli
Ásta
<< Home