24.4.12
Social
Við fjölskyldan erum með alveg max í social þessa dagana. Við Edda erum búnar að eignast vinkonur. Sofia og mamma hennar Erica. Hún spekulerar í veðurfarsbreytingum og maðurinn hennar er stærðfræðingur með áhuga á fjármálum. Svo við eigum ýmislegt sameiginlegt. Fribba og Gústi voru hér í NYC og við fórum út að borða með þeim á Indverskan stað sem eldar kínverskan mat eins og Indverjum þykir gott. Það var áhugavert. Annar Gústi kom líka við og við fórum með honum á indverskan stað sem eldar indverskan mat. Síðan erum við af og til að chilla með ljósunni okkar. Það finnst okkur gaman.
Edda stækkar og stækkar. Hún er á við 6 mánaða gamalt franskt barn en 3 mánaða íslenskt. Hún lærir eitthvað nýtt á hverjum degi. Núna er hún búin að uppgötva hendur og notar þær óspart til að kanna umhverfi sitt eins og skeggið á pabba sínum og brjóstið á mömmu sinni. Hún á líka uppáhaldsdót. Það er tuskudúkkan kötturinn með höttinn. Annars fékk hún nýja dúkku sem bæði lýsist upp og spilar lög og hún virðist óðum vera að verða næsta uppáhalds dótið.
Edda stækkar og stækkar. Hún er á við 6 mánaða gamalt franskt barn en 3 mánaða íslenskt. Hún lærir eitthvað nýtt á hverjum degi. Núna er hún búin að uppgötva hendur og notar þær óspart til að kanna umhverfi sitt eins og skeggið á pabba sínum og brjóstið á mömmu sinni. Hún á líka uppáhaldsdót. Það er tuskudúkkan kötturinn með höttinn. Annars fékk hún nýja dúkku sem bæði lýsist upp og spilar lög og hún virðist óðum vera að verða næsta uppáhalds dótið.