10.2.12
Stúlka fædd
Dóttir mín leit dagsins ljós rétt eftir miðnætti á fimmtudaginn. Eftir að reyna í 8 tíma að klára loka skrefið í fæðingunni, og ýta barninu út, var ljóst að eitthvað stóð í vegi fyrir því og það myndi ekki komast út eins og náttúran gerir ráð fyrir. Tvisvar sinnum hafði herbergið fyllst af fólki, ljósmóðirin skipað mér á fjórar fætur meðan hún tuskaði bumbuna til til að fá krílið aftur í gott jafnvægi og Óli horft stjarfur á hjarta línuritið fara aftur upp. Það yrði að hjálpa barninu út.
Það jafnast ekkert á við að heyra barnið manns sem er búið að dansa inní manni undanfarið ár draga fyrsta andadráttinn og öskra af ōskra af öllum lífs og sálar kröftum. Jafnvel, eða sérstaklega, þegar maður liggur á skurðbretti, kviðreistur með blátt tjald fyrir framan sig til að hlífa manni frá martröðum til æviloka. Barnið var hraust og Óli gat farið strax til hennar og fullvissað hana um að það væru ekki barnaræningjar sem höfðuð gómað hana. Ljósan okkar var svaka imponeruð yfir því hvað hann hélt örugglega á varnarskildi yfir henni og passað að hún hlyti eins lítinn tilfinningalegan skaða á að koma í heiminn og mögulegt er. Um það snerist allur undirbúningurinn og fæðinganámskeiðið og Óli fékk A+.
Þegar búið var að sauma mig saman fékk ég að halda á litlu músinni minni sem fór strax að sjúga brjóstið af mikilli áfergju. Núna liggur hún við hlið mér steinsofandi. Yndislegra getur lífið varla verið.
Það jafnast ekkert á við að heyra barnið manns sem er búið að dansa inní manni undanfarið ár draga fyrsta andadráttinn og öskra af ōskra af öllum lífs og sálar kröftum. Jafnvel, eða sérstaklega, þegar maður liggur á skurðbretti, kviðreistur með blátt tjald fyrir framan sig til að hlífa manni frá martröðum til æviloka. Barnið var hraust og Óli gat farið strax til hennar og fullvissað hana um að það væru ekki barnaræningjar sem höfðuð gómað hana. Ljósan okkar var svaka imponeruð yfir því hvað hann hélt örugglega á varnarskildi yfir henni og passað að hún hlyti eins lítinn tilfinningalegan skaða á að koma í heiminn og mögulegt er. Um það snerist allur undirbúningurinn og fæðinganámskeiðið og Óli fékk A+.
Þegar búið var að sauma mig saman fékk ég að halda á litlu músinni minni sem fór strax að sjúga brjóstið af mikilli áfergju. Núna liggur hún við hlið mér steinsofandi. Yndislegra getur lífið varla verið.
Comments:
<< Home
Elsku Tinna mín!
Ég er svo hamingjusöm fyrir ykkar hönd. Ég sá myndirnar á facebookinu hans Óla fyrir þó nokkrum dögum síðan en vissi ekki að þú hefðir lent á "skurðbrettinu" elskan mín.
Þú ert hetja, Óli er hetja og elsku litla fallega prinsessan ykkar er hetja.
Mikil ást til ykkar, knús
Svava
Ég er svo hamingjusöm fyrir ykkar hönd. Ég sá myndirnar á facebookinu hans Óla fyrir þó nokkrum dögum síðan en vissi ekki að þú hefðir lent á "skurðbrettinu" elskan mín.
Þú ert hetja, Óli er hetja og elsku litla fallega prinsessan ykkar er hetja.
Mikil ást til ykkar, knús
Svava
Elsku dúllan mín, hún er alveg fullkomin þessi litli engill :-) Fæðing er aldrei eins og alltaf ævintýri... Frábært hve vel tókst til að lokum og þessi dásamlega draumadís kom í heimin. Glæsilegt hvað Óli stóð sig vel og þú líka elsku Tinna mín.
Haugur af knúsum og kossum,
Siggú
Skrifa ummæli
Haugur af knúsum og kossum,
Siggú
<< Home