18.2.12

Komin heim



Barnið er orðið vikugamalt og vel það. Hún dafnar bara vel en vá hvað það er intense að vera með svona nýfætt kríli. Það tók alveg viku fyrir mjólkina að koma almennilega í brjóstin. Þangað til fékk hún bara þessa fáu dropa af broddmjólk og varð fyrir vikið svolítið þurr. Ljósan kom hingað í akút heimsókn og sýndi okkur hvernig við ættum að koma ofaní hana formúlu á tveggja tíma fresti. Mér fannst svaka erfitt að geta ekki fætt barnið mitt almennilega og Óli er með áhyggjur af öllu mögulegu og ómögulegu. En þannig er kannski að vera foreldri.

Litla músin drekkur núna mjólk þangað til hún gubbast uppúr henni og virðist hafa það ágætt. Við heimsóttum barnalækninn í gær án þess að vera með spjaldið hennar, klúta til að þurrka henni um rassinn og teppi, en þetta eru víst allt hlutir sem gert er ráð fyrir að fólk fatti að koma með til barnalæknisins. Svo við þurftum að fá lánaða klúta og vefja barninu inní peysuna hans Óla. Svolítið pínlegt. En góðu fréttirnar eru að hún hefur þyngst um 85 grömm eða 3 únsur eftir að við fórum af sjúkrahúsinu. Við Óli tókum smá stríðsdans þegar við föttuðum það. En á sjúkrahúsinu léttist hún um tæpt pund og síðan örugglega annað eins eftir að við komum heim.

Óli er í tveggja vikna fæðingaorlofi eins og er. Það er alveg ómetanlegt. Fyrir okkur báðar. Hér er alltaf allskonar gott í matinn. Meira að segja heimagert spagetti á fimmtudaginn. Áferð og bragð alveg fyrirtak. Þá á hann viku eftir sem við erum að hugsa að taka kannski í apríl. Mig langar svo í vorferð by the sea, kannski til suður Karolínu. Sé okkur fyrir mér liggjandi á sólbekk í skeljasandi undir sólhlíf. 24 stiga hiti og léttskýjað. Ha ha, hvern dreymir ekki um það! Sjáum til hvað setur.

Takk fyrir allar góðu kveðjurnar. Mér finnst alveg yndislegt að heyra frá ykkur þó svo ég sé í vandræðum með að finna tíma til að svara. Ástarkveðjur frá New York, Tinna

Comments:
Yndislegt elskan mín - þið fáið smá pakka frá okkur mömmu innan skamms. Elsku dúllubollurnar mínar - auðvitað fattar maður ekkert að koma með blautklúta og teppi til læknisins!!! :-)
 
Úpps þetta var líka ég Siggú "nafnlaus" :-/
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?