3.2.12
Kemur með kalda vatninu
Ég hugsa að það sé satt að við Óli erum hvorugt fólk sem er mikið að flýta okkur. Fyrr en á síðustu stundu. Við tökum flestu með mikilli ró. Besta dæmið er sennilega hvað við vorum lengi í skóla. Ef við ætlum í frí eða að gera eitthvað spes þá spjöllum við kannski um það í fimm mánuði og kaupum síðan flugmiðann tvem dögum fyrir brottför. Þegar Óli flutti til Frakklands hélt ég að hann myndi ekki flytja því daginn áður en hann átti að fara var hann ekki búinn að gera neitt af því sem hann þurfti að gera. Síðan fór allur dagurinn í mega kapphlaup milli ríkisstofnana að biðja fólk um undanþágur fyrir að gera eitthvað svona seint og mér til smá undrunar reddaðist allt og hann fór. Tengdafjölskyldan mín er líka svona. Þegar maður fer með þeim í leikhús eru allir að dunda eitthvað þangað til fimm mínútur í átta, þá er the batmobile tekinn fram og flogið niður í bæ.
Hmm. Ég byrjaði þennan póst haldandi að við Óli værum bæði svolitlir silakeppir og það væri bara í genunum.. en núna er ég að hugsa að þetta sé Óla megin og ég hafi bara smitast. Hmm. Svo nú veit ég hverjum það er að kenna að dóttir mín kúrir ennþá makindalega í maganum á mér, 10 dögum eftir að leigutíminn rann út. Óla. Þá er það allavegana útskýrt.
Hmm. Ég byrjaði þennan póst haldandi að við Óli værum bæði svolitlir silakeppir og það væri bara í genunum.. en núna er ég að hugsa að þetta sé Óla megin og ég hafi bara smitast. Hmm. Svo nú veit ég hverjum það er að kenna að dóttir mín kúrir ennþá makindalega í maganum á mér, 10 dögum eftir að leigutíminn rann út. Óla. Þá er það allavegana útskýrt.
Comments:
<< Home
ÉG bíð spennt !!! og já þetta er sko alveg rétt með tengdafjölsk. þína...ekkert stress þar á bæ !! knús Heiða
Hún kemur þegar hún kemur ;) Enda er best að vera í örygginu í maganum á þér.
Gangi þér og ykkur vel :)
Gangi þér og ykkur vel :)
Eftir daglegar njósnir á Facebook sýnist mér að daman sé mætt á svæðið! Til hamingju elsku Tinna og Óli. Vona að ykkur heilsist öllum vel. Hlakka til að heyra meira af dömunni og móðurhlutverkinu. xVala
Skrifa ummæli
<< Home