19.2.12
Eddu bragur
Í móðurkvið hún vildi lúra
Í mjaðmagrind var gott að kúra
En loks gólaði mamman "hvað er 'etta?"
Á milli beina sat ljúfan föst
Og Georgia sagði að lokum höst
Þessu verður Dr. Blank að redda
It´s a girl! Hún er frábær!
Myndarleg er okkar mær
Vær og heimkær í sínum bedda
Framtíðin er óskrifað blað
Foreldrana gat ei grunað
Þrautinni þyngri þig var að sedda
Heilbrigt kríli sem vex og dafnar
Hvers meira getur maður óskað sér?
Við hlökkum til að vera með þér
Okkar elsku pínulita Edda
Comments:
<< Home
Til hamingju með fallegu prinsessuna ykkar og nafnið hennar. Kossar og kveðjur úr Fjóluásnum
Björg Ýr og co.
Björg Ýr og co.
Enn og aftur til hamingju með stúlkuna! Og með nafnið, hljómfagur og sterkt, íslenskt en samt auðvelt í framburði. Vel kveðinn Eddubragur :)
Tinna. Þetta er svo fallegt allt saman. Edda er dásamlegt nafn, til hamingju með það. Ástarkveðjur :)
Skrifa ummæli
<< Home