29.1.12
Trix
Ég er búin að reyna allskonar trix til að lokka ljúfuna út. Undanfarna viku hef ég tekið Evening Primrose Oil sem á að vera voða gott til að mýkja allskonar græjur sem eru inní manni. Yoga kennarinn sver að þetta sé æðislegt og komi fæðingunni í gang.
Á föstudaginn fór ég í nálastungu til Qi Li. Allar konurnar á upper west fara til Qi Li. Og hann er ljómandi góður. Bara ekki alveg nógu góður. Fyrir viku fórum við Óli í 7 rétta máltíð - með öllum milliréttunum voru það 10 eða 11. Vín með hverjum rétti. Það dugði heldur ekki til. Í gær fórum við í bíó á enn eina hasarmynd og síðan á bar því Óli er búinn að vera með craving í buffalo vængi. Svaka spicy og húllum hæ fram yfir miðnætti en barnið er bara alveg í rólegheitum. Syndir makindalega um í mallanum á mér. Hjúfrar sig ofaní mjaðmagrindina mína. Sem er að liðast í sundur að mér virðist. Þá er bara eitt loka trix sem mér dettur í hug.
Á föstudaginn fór ég í nálastungu til Qi Li. Allar konurnar á upper west fara til Qi Li. Og hann er ljómandi góður. Bara ekki alveg nógu góður. Fyrir viku fórum við Óli í 7 rétta máltíð - með öllum milliréttunum voru það 10 eða 11. Vín með hverjum rétti. Það dugði heldur ekki til. Í gær fórum við í bíó á enn eina hasarmynd og síðan á bar því Óli er búinn að vera með craving í buffalo vængi. Svaka spicy og húllum hæ fram yfir miðnætti en barnið er bara alveg í rólegheitum. Syndir makindalega um í mallanum á mér. Hjúfrar sig ofaní mjaðmagrindina mína. Sem er að liðast í sundur að mér virðist. Þá er bara eitt loka trix sem mér dettur í hug.
Comments:
<< Home
Hæ, kíkti inn til að tékka á því hvort barnið væri komið. Kannski ekki. Skellti upp úr þegar ég las síðustu færslu hjá þér. Finnst ég líka lítt ,,graceful'';-) Eiginlega bara ekki flott með þennan stóra maga. Gerði þó mitt besta í morgun, fór í kjól og setti á mig fínt hálsmen. Gangi þér vel Tinna mín, í fæðingunni, ef hún er þá ekki þegar yfirstaðin!
Skrifa ummæli
<< Home