11.1.12

Fæðinganámskeið

Við Óli erum á fæðinganámskeiði. Það er algjörlega the thing to do hérna í Bandaríkjunum. Fyrir pör sem eru að fara að eignast barn það er að segja. Við ætluðum reyndar ekki á svona en síðan kom í ljós að fæðingaheimilið er með það sem inngönguskylirði, svo þá ákvað ég að við skyldum fara. Filosófían sem við fylgjum heitir Bradley method eftir lækni sem fannst lyfjagjafir og læknisinngrip vera komin í ógöngur í kringum 1950.

Þá voru konur gjarnan bundnar við sjúkrarúm með lappirnar upp í loftið, slegnar út með lyfjum og barnið togað út með töngum. Hætt er að binda konur en annars hefur lítið breyst síðan honum ofbauð. Í dag, ef maður vill fæða barnið sitt með svipuðum hætti og konur á sléttum Afríku gera þá verður maður í fyrsta lagi að kunna á kerfið og vita hvernig maður kemst hjá því að lenda á færibandinu og í öðru lagi að læra um það hvernig náttúruleg fæðing gengur fyrir sig því það eru ekkert svo margir sem vita það.

Svo við erum núna á mánaðar löngu námskeiði tvisvar í viku, 3 tíma í senn að læra um öll smáatriðin ásamt nokkrum öðrum pörum. Þetta gera 24 klukkustundir og við vorum nú aðeins efins um að það væri svona mikið sem maður þyrfti að læra en kennaranum tekst bara ágætlega að fylla upp í þennan tíma. Eitt af því sem mér fannst merkilegt var að öll önnur kven spendýr borða fylgjuna þegar hún er fædd. Það stöðvar blæðingu ef einhver er og eykur mjólkur framleiðslu. Þegar kennarinn átti sitt annað barn skar hún nokkra litla bita af fylgjunni og borðaði þá með prjónum. Síðan í marga daga á eftir setti hún smá bita í boostið á morgnanna. Við á þessu námskeiði erum svo sjóuð að allir tóku þessu bara vel þó svo sumir hafi kannski aðeins grett sig. Annars er vinsælt líka að þurrka hana og setja í capsúlur sem maður gleypir, eina á dag í nokkra daga. Svaka áhugavert! Hérna er linkur á rannsóknir um hollustu fylgjunnar.

Comments:
Athyglisvert!! Var búin að sjá aðeins umræður um fylgjuát en ekki búin að setja mig inn í það..... :-) Verður örugglega svolítið flókið þegar maður ætlar að snúa aftur til upprunans og eins gott að vita hvaða krókaleiðir maður verður að fara til að komast á leiðarenda. Gangi ykkur vel :-)

Knús,
Begga
 
Ég var einmitt að hugsa til í gær Tinna mín og hvernig gengi með elsku bumbubúann. Áttu ekki von á þér mjög fljótlega?
 
Jú jú, any day now, eins og við segjum í Ameríku. Svaka spennó! Er mest stressuð fyrir fylgjuátið - oj.
 
skella henni bara í soja og borða með prjónum :) gangi ykkur vel..ég fylgist með....kv Heiða frænka
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?