24.1.12

Due date

Miðað við allskonar líffræðilega tölfræði ætti barnið að fæðast í dag. Það virðist nú ekki ætla að ganga eftir en tölfræðin segir reyndar líka að það séu bara 5% líkur á því. Svo ég held áfram að vera ólétt. Með risa bumbu og manneskju á þyngd við keilukúlu í maganum. Mamma mía. Hún er orðin svo fyrirferðamikil að þegar ég sit verð ég að sitja gleið og leyfa bumbunni að plompsast milli lappanna. Það er ekki hægt að segja að maður sé eitthvað graceful.

Það er samt ekki hægt að láta heimilislífið og lífið almennt fara framhjá. Meðan ég bíð eftir manninum að koma heim úr vinnunni er ég að elda pasta. Með nýju pasta vélinni. Það verður spagetti með ólívuolíu og hvítlauk. Eins einfalt og það gerist en þó heimalagað pasta. Það er smá metnaður í því. Og okkur finnst þessi réttur geðveikur. Síðan er japanskt nammi í desert því Samar kom hingað við að sækja plönturnar sínar og gaf mér eitthvað fínt japanskt og indverska tösku í thank you. Hérna í Ameríku er mjög mikilvægt að þakka fyrir allt. Voða sætt af honum.

Ég er tilbúin fyrir eitthvað einfalt í matinn því í gær fórum við á NOBU í hádegismat sem er frægur japanskur staður. Ég fékk ljómandi góðan mat þó ekki sushi og sashimi eins og Óli, né sake. Samar sagði mér að í Japan borða óléttar konur sushi eins og ekkert sé. Hérna í Ameríku er sushi það fyrsta sem konur fá eftir fæðingu. Þetta er aðal fórnin. Að borða ekki hráan fisk. Mig langar líka í síld og reyktan lax. Fékk reyndar bita af reyktum lax í veislunni á föstudaginn. Það var dúndur veisla þó svo hún hafi ekki haft tilvonandi árhrif. Oh well. Kannski heimalagað spagetti dugi til.

Comments:
Spennandi tími:-) Hugsa til þín og sendi þér úthaldsstrauma :-)

Knús,
Begga
 
Spennó!
 
Ég bíð spennt eftir framhaldssögu :)
 
knús yfir hafið, Lilja.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?