17.1.12

Contraband

Við Óli skelltum okkur í bíó á íslensku stórmyndina Contraband um helgina. Urðum svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum með hana. Stanslaus spenna frá upphafi til enda. Það var skrýtin tilfinning að labba inn í salinn hérna á upper west, fullan af fólki að fara að sjá íslenska mynd á laugardagskvöldi kl. 8. Ég varð pínu montin og feimin.

Síðan þegar myndin var búin og allir að labba heim heyrðum við fólkið fyrir aftan okkur vera að rökræða smáatriði í myndinni. Það var gaman. Þessi kvikmynd er náttúrulega ekkert meistarastykki sem situr í manni í marga daga en hún er ljómandi góð afþreying. Sérstaklega fyrir janúar. Ég hafði ekki áttað mig á því en það er víst erfiðara að hafa ofanaf fyrir sér í janúar heldur en í desember.

Það sem Íslendingar hafa áhuga á er hvað hún kostaði og hversu mikið hún þénaði fyrstu helgina. Meira og minna allar fréttir um þessa mynd segja frá því að hún virðist hafa þénaði áætlaðan kostnað en vantar svolítið uppá raunverulegan kostnað. Ég get kannski skilið það. Það er frekar kúl að geta búið til milljarða. Meira kúl en að láta milljarða fuðra upp.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?