20.1.12
Bóndadagurinn
Í tilefni bóndadagsins er ég búin að panta (og staðfesta) borð fyrir okkur Óla á Tocqueville en það er svaka fínn veitingastaður hér i bæ. Ó svo spennandi. Við föttuðum allt í einu að það gæti liðið svolítill tími þar til við komumst næst út á fínan stað svo nú er síðasti séns.
Einu sinni fyrir langa löngu pössuðum við Óli systkyni hans meðan foreldrarnir spókuðu sig í úlöndum. Þegar þau komu heim sögðu þau við okkur að við ættum endilega að fara eitthvað út að borða á þeirra reikning í þakklætisskyni. Við tókum þau bara á orðinu og fórum á grillið í sjö rétta kvöldverð og fínt vín með. Þvílík upplifun. Ég gleymi henni ekki svo lengi sem ég lifi. Aspasfrauð, uxahali, fiskur líka og allskonar fínt. Það er einmitt boðið upp á sjö rétta seðil á þessum stað. Ég er að hugsa um að agitera fyrir honum. Borða svo mikið að það verði ekki pláss fyrir barnið og það bara skýst út.
Einu sinni fyrir langa löngu pössuðum við Óli systkyni hans meðan foreldrarnir spókuðu sig í úlöndum. Þegar þau komu heim sögðu þau við okkur að við ættum endilega að fara eitthvað út að borða á þeirra reikning í þakklætisskyni. Við tókum þau bara á orðinu og fórum á grillið í sjö rétta kvöldverð og fínt vín með. Þvílík upplifun. Ég gleymi henni ekki svo lengi sem ég lifi. Aspasfrauð, uxahali, fiskur líka og allskonar fínt. Það er einmitt boðið upp á sjö rétta seðil á þessum stað. Ég er að hugsa um að agitera fyrir honum. Borða svo mikið að það verði ekki pláss fyrir barnið og það bara skýst út.
Comments:
<< Home
Haha, gott plan, það bara skýst út! En þú verður þá að muna að taka litlu sjúkrahússtöskuna með á fína veitingastaðinn ef planið er að bruna upp á fæðingadeild eftir desert, getur bara stungið henni undir stólinn hans Óla :)
Skrifa ummæli
<< Home