3.1.12

Áramótaheit

Ég braut heilann um það heillengi hvert árámótaheitið mitt myndi verða þetta árið. Maður verður að vera með eitthvað. Það hlýtur alltaf að vera eitthvað í lífi manns sem má betur fara. Þetta venjulega er bara í góðu standi. Ég þarf ekki að fara í megrun, hreyfa mig meira eða borða hollari mat.

Þar sem ég lá enn í rúminu á nýársmorgun að lesa blaðið í símanum mínum rakst ég á grein sem talaði til mín. The joy of quiet. Hún fjallar um að þögn er orðið það dýrmætasta sem nútímamaðurinn á. Endalaust upplýsingaflæði gerir mann alveg ringlaðann.

Ég var líka nýbúin að lesa blogg eftir annan rithöfund sem var að tala um internetnotkun og hvernig hún er yfirleitt passív og að það hjálpar manni ekki mikið að þroskast eða hugsa skýrar.

Uppfull af hugmyndum um skaðsemi stefnulausts ráfur um vefi internetsins fattaði ég nýársheitið mitt. Og það er að taka einn dag í viku, sunnudag, þar sem ég spái ekkert í internetinu. Nýársdagur var síðan sunnudagur svo ég fékk strax tækifæri til að láta reyna á heitið. Kom í ljós að ég þurfti aðeins að breyta því. Í það að gera ekkert passívt á internetinu á sunnudögum. Má skoða tölvupóst til að athuga hvort það sé eitthvað mikilvægt eða áríðandi, skrifa tölvupóst og spjalla á skype. Því það eru mannleg samskipti og það er svona pointið með þessu. So far so good eins og útlendingar segja. Ég hlakka til að sjá hvort lífið mitt breytist til hins betra með þessu nýársheiti.

Comments:
Líst vel á þetta áramótaheit Tinna. Nútímamaðurinn eyðir alltof miklum tíma á internetinu og í tölvunni yfir höfuð. Og: Silence is golden. Golden.
:)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?