24.12.11

Jólahefðir

Eitt af því skemmtilegasta við jólin eru allar hefðirnar sem maður hefur í sambandi við þau. Elda góðan mat, fara í jólaboð til ömmu, hitta fjölskylduna í sínu fínasta pússi. Tala nú ekki um að hugga sig með smákökum við kertaljós og nýja bók.

Þegar maður giftir sig fær maður síðan enn fleiri hefðir. Stollen og Lebkuchen. Jólaboð á öðrum. Svaka samviskusamur kertasníkir. Þegar maður heldur jól í útlöndum bætast við enn fleiri hefðir. Okkur Óla finnst til dæmis báðum mikilvægt að baka randalín. Í fyrsta sinn sem ég bakaði randalín lukkaðist hún svaka vel. Lyfti sér. Varð ekki of stökk. Óli gerði kremið og þetta er allt skjalfest á síðum internetsins. Næsta ár ætlaði ég að endurtaka leikinn en þá varð það að einni risastórri piparköku. Alveg pikk-stökk. Ekki séns að raða kökunni upp í lög. Þetta árið passaði ég mig að baka hana ekki of lengi. Í nótunum mínum stendur "baka í 8 mín, á að vera mjúk þegar tekin er út." Þannig að núna er hún mjúk en alveg samfallin.

Meira bullið. Í fyrra bakaði ég lebkuchen í fyrsta sinn. Þær lukkuðust bara ljómandi vel. Þetta árið ætlaði ég að endurtaka leikinn. Nema hvað. Bakaði eitthvað sem einhverjir vilja kannski kalla lebkuchen en er ekki það sem ég hafði í huga að baka. Lebkuchen eru svona mjúkar piparkökur. Tiltölulega dökkar og mjúkar. Mínar eru ljósar og tiltölulega stökkar. Mér finnst hundleiðinlegt að baka vegna þess eða þess vegna er ég er svo léleg í því.

Sem betur fer erum við Óli ekki með neinar hefðir hvað varðar jólamatinn. Við höfum eldað svína kjöt og endur en þetta árið ákváðum við að hafa osso buco. Við erum svo spennt fyrir kjötsúpum. Og osso buco er ítölsk kjötsúpa svaka ljúffeng. Ég er alltaf að skimast um eftir kálfaskönkum en sé þá aldrei í whole foods. Í gær fór ég spes ferð til svaka fíns slagtara og hann tjáði mér að það væri bara ekkert framboð af kálfakjöti í New York um þessar mundir. Þá rak ég augun í svína-maga (pork-belly) sem var það sem mig langaði svo að elda í hitteðfyrra en fann ekki þá svo ég lét bara slag standa. Svo við vorum í því til að ganga tvö í gærkvöldi að pre-elda svína magann að hætti Gordon Ramsey. Byrjuðum aðeins of seint að spá í þessu og síðan kom í ljós að það á að elda stykkið í fleiri fleiri tíma áður en það er kælt og sett inn í ískáp, áður en farið er að elda það aftur næsta dag.

Pork belly var algjör tískuréttur hérna í New York fyrir tvemur árum. Kokkar voru ekki með kokkum nema þeir buðu upp á pork belly. Alveg eins og fois gras fyrir það. Við erum aðeins eftir á. Vonandi lukkast þetta. Gleðileg jól elskurnar mínar.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?