29.12.11
Árslokapóstur
Í árslok kemst maður ekki hjá því að hugsa til baka um hvað maður gerði á árinu sem er að líða. Ég get ekki annað en verið frekar ánægt með 2011. Það byrjaði með atvinnuleit. Ég skrifaði nokkrar rannsókna tillögur sem féllu í frekar grýttan jarðveg og varð officially atvinnulaus með vorinu. En þá útskrifaðist ég formlega úr skóla og fékk diplómu sem var gaman. Mamma, Gía og Þórður komu til að fagna með mér og við skemmtum okkur vel í Chicago og New York. Ég varð líka ólétt. Skrifaði grein og sendi hana inn og síðan aðra.
Við Óli fórum í frábæra ferð til Frakklands í vínsmökkun með mömmu og Sunnu. Ég fór til Belgíu á ráðstefnu og beint þaðan til Oregon á aðra ráðstefnu. Við fórum bæði heim til Íslands, reyndar í sitthvoru lagi en síðan fórum við saman í ferð til Flórída. Við fengum líka fullt af gestum sem var svaka gaman.
Aðallega höfðum við það bara svaka gott hérna í New York, nutum þess að vera saman atvinnulaus í 3 mánuði í sumar og fórum í óteljandi göngutúra um Central Park.
Mér líst frekar vel á 2012. Ætli ég byrji ekki á því að eignast barn. Síðan veit ég ekkert hvað gerist. En það er ekkert smá spennandi. Svo ótrúlegt að maður geti bara búið til manneskju úr holdi og blóði sem býr síðan hjá manni og reiðir á mann alveg hundrað prósent.
Við Óli fórum í frábæra ferð til Frakklands í vínsmökkun með mömmu og Sunnu. Ég fór til Belgíu á ráðstefnu og beint þaðan til Oregon á aðra ráðstefnu. Við fórum bæði heim til Íslands, reyndar í sitthvoru lagi en síðan fórum við saman í ferð til Flórída. Við fengum líka fullt af gestum sem var svaka gaman.
Aðallega höfðum við það bara svaka gott hérna í New York, nutum þess að vera saman atvinnulaus í 3 mánuði í sumar og fórum í óteljandi göngutúra um Central Park.
Mér líst frekar vel á 2012. Ætli ég byrji ekki á því að eignast barn. Síðan veit ég ekkert hvað gerist. En það er ekkert smá spennandi. Svo ótrúlegt að maður geti bara búið til manneskju úr holdi og blóði sem býr síðan hjá manni og reiðir á mann alveg hundrað prósent.