29.11.11

Update

Hitastigið fór upp í 21 gráðu í gær sem þýðir að þetta var heitasti 28. nóvember sem mælst hefur. Sló fyrrverandi hitamet frá árinu 1990.

Mér líður aðeins eins og það séu að koma kafla skipti í lífinu mínu. Þessa dagana er ég að gera allskonar hluti sem eru alveg nýjir fyrir mig. Eins og að skrúfa saman skiptiborð og kaupa oggu ponsu treyjur. Annað minna skemmtilegt sem kemur fyrir að ég spái í er að afla mér upplýsinga um atriði varðandi heilsufar ungbarna. Kemur í ljós að hérna í Bandaríkjunum eru öll börn bólusett fyrir hepatitis b veirunni daginn sem þau fara út af fæðingadeildinni. Það er veira sem plagar aðallega fullorðið fólk sem er frjálslynt í kynhegðun og sprautar sig með fíkniefnum. Sem er frekar fáheyrt meðal ungbarna. Þessi veira er ekki einu sinni banvæn. Fólk verður bara lasið en þarf sjaldnast að leggjast inn á sjúkrahús. Röksemda færsla CDC (sóttfaraldurs-stofnunarinnar) fyrir svona massa bólusetningu er sú að þannig er hægt að bjarga þeim börnum frá sýkingu sem eiga sýkta móður.

Það sem er alveg ótrúlegt er að fleiri nýfædd börn verða fyrir skaða af þessu bóluefni, deyja jafnvel, heldur en fæddust með hepatitis-b veiruna áður en bólusetningin varð útbreidd. Þessi bólusetning er búin að viðgangast síðan árið 1991. Smám saman hefur komið í ljós að ónæmiskerfi nýfæddra er ekki í stakk búið til að taka á móti þessu efni. Fullorðið fólk með þroskað ónæmiskerfi fær allskonar kvilla og aukaverkanir eftir að fá þetta bóluefni. En staðreyndin er náttúrulega sú að enginn veit hversu mörg börn verða fyrir skaða af þessu efni vegna þess að það hafa engar rannsóknir verið gerðar á áhrifum þess á taugakerfi nýfæddra barna. Það eru bara allra alvarlegastu og bráðustu tilfellin sem eru skráð.

Börn hérna fá fyrsta skammtinn eins eða tveggja daga gömul, annan eins mánaða og þriðja eins árs. Það er nauðsynlegt vegna þess að efnið dofnar og fyrsti skammturinn endist ekki nema bara stutt. Fólk spyr sig þá, hversu líklegt er það að barn fái þessa ofursjaldgæfu veiru sem smitast ekki auðveldlega fyrstu mánuðina eða árin í lífi þess? Þetta er algjörlega óskiljanlegt. Lyfjafyrirtækið sem framleiðir bóluefnið rukkar $50 (6000 krónur) fyrir hvern kúr. Í Bandaríkjunum fæðast um 4 milljónir barna á ári. Það gera 200 milljóna dollara í veltu fyrir þetta fyrirtæki fyrir þetta eina bóluefni.

Sem betur fer þurfa Íslendingar (búsettir á Íslandi) ekki að hafa áhyggjur af þessari vitleysu en þetta er alveg óþolandi fyrir fólk hérna í Bandaríkjunum. Maður þarf að setja sig inn í hvert smáatriði sem maður vissi ekki að væri til.

Comments:
Þarf ekki upplýst samþykki foreldra fyrir svona bólusetningu, eða hvað? Hljómar ekki sem fýsilegur kostur í mínum huga að láta bólusetja börn fyrir hebatitis-b :-(
Já, það er fullt af ávkörðunum sem þarf að taka og gangi þér og ykkur vel með þær elsku Tinna mín. Vona að þú hafir það gott og heilsan sé í fínu lagi.
Aðventuknús,
Begga
 
Það þarf reyndar samþykki en það er sjaldnast mjög upplýst. Lang flestir skrifa undir því þetta er bara enn eitt plagg sem maður skrifar undir og gerir ráð fyrir að fyrst það er á sjúkrahúsi þá sé verið að aðstoða mann við að taka skynsamlegar ákvarðanir.

En, nei, ég er sammála þér Begga, þetta er alls ekki fýsilegur kostur.

Aðventukveðjur til ykkar.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?