10.10.11

Tengdaforeldrar

mínir voru í heimsókn í síðustu viku. Fyrst kom Atli og við Óli sóttum hann á flugvöllinn með ferðatöskuna okkar. Leigðum bíl og héldum beint upp í sveit. Komum við á frábærum ítölskum veitingastað við hliðiná JFK, Don Peppe, sem er svona Queens institution sem ég fann á Urban Spoon.

Við keyrðum útum allt á Long Island. Alla leið á North Fork þar sem búið er að breyta kartöflugörðum í víngarða og bara ljómandi góð víngerð sem þar fer fram. Skilst mér. Kíktum líka í the Hamptons eins og sönnum Manhattanites sæmir og leist bara svona í meðallagi vel á það pleis.

Við gistum við Pipes Cove þar sem ræktaðar eru ostrur og gestgjafinn kom færandi hendi með 50 ostrur í ísbaði. Þeir feðgarnir svifu um svo mikil var hamingjan. Í aðalrétt grilluðum við nautasteik sem ræktuð var í næsta garði og pinot noir með frá sama búgarði. Alveg geggjað. Svaka hugsjónamaður/auðkýfingur sem stendur í þessum bissness. Finnst ekkert betra en nautasteik með Pinot noir og er bara með garð á Long Island og býr til hvort tveggja. Þó svo jarðvegur sé ekki réttur fyrir pinot. En gengur bara ágætlega hjá honum þrátt fyrir það. Þegar við komum var verið að venja 9 mánaða gamlan kálf af spenanum og hann var ekki sáttur. Stóð með hinum nautunum í girðingu og baulaði og baulaði. Greyjið litla.

Síðan keyrðum við aftur á JFK og sóttum Gíu. Hún var svaka mikið á ráðstefnu en við fengum að hitta hana af og til samt. Síðasta daginn voru allir í fríi og við fórum í morgunmat á Sarabeth, smá uppáhalds staður, aðeins í bókbúð og síðan að skoða egýpska fornmuni í the Met og á New York Ballettinn um kvöldið. Svaka gaman í New York. Sófi hérna í stofunni sem er meira og minna ónýttur.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?