16.10.11

Sunnudagskvöld

Mér finnst eins og það sé svaka oft sunnudags kvöld. Kannski er það tilfellið. Ég er sífellt að setja sjálfri mér einhvern tímaramma sem er búinn undir eins. Núna er ég að reyna að klára grein sem er búin að vera í undirbúningi í heilt ár. (Vá hvað er erfitt að skrifa grein.) Ég var búin að ákveða að á föstudaginn yrði hún tilbúin til að senda Olgu. Það stóðst. Hún las hana yfir fyrir mig og sendi mér hana strax í hádeginu á laugardaginn. Olga er ekkert venjulega afkastamikil kona. Þá hugsaði ég að ég myndi vera búin að lagfæra eftir hennar kommentum á sunnudagskvöld og nú er, enn einu sinni, komið sunnudagskvöld og ég er ekki búin að komast í gegnum þetta.

Allavegana þá komumst við á sýninguna hans Marcosar í gær að sjá augað. Í Chelsea Art Museum. Það var skemmtilegt. Risa risa auga að horfa á mann og stundum eitthvað út í loftið.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?