23.10.11

Quidditch í garðinum

Rölti einn hring í garðinum til að viðra mig og gekk fram á tvo quidditch leiki. Fyrst fékk ég næstum því bludger í mig þar sem ég stóð og gapti yfir tilþrifunum hjá fólkinu. Það voru greinilega engir galdramenn með í spilinu því allir leikmenn héldu bara kústi á milli lappanna og hlupu um. Í seinni leiknum sem ég gekk framhjá var verið að sleppa the snitch og það virtist sem þau áttu ekki alvöru snitch því í stað hans var langur og sprettharður strákur með lítinn bolta hangandi í neti sem var ýtt ofaní buxnastrenginn hans sem lék the snitch. Seekers voru í mestu vandræðum með að ná honum eins og vera ber. Já, þetta var alveg ótrúleg sjón.

Við Óli erum loksins að fara í sumarfrí. Það nær engri átt hvað við getum dregið það lengi að láta verða af einhverju. Getum ekki með góðu móti farið úr landi svo stefnan er sett á Flórída að heimsækja Ameríku-fjölskylduna okkar. Það hugsa ég að verði alveg frábært.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?