20.10.11

Barokk tónlist

Við Óli fórum í kvöld á tónleikana English Concert. Það var kammerhljómsveit sem spilaði lög eftir bresk tónskáld, sérstaklega Henri Purcell og Biber nokkurn, ekki Justin. Þetta var svaka skemmtilegt. Öll hljóðfærin voru gömul, harpsicord, cello með engu priki og svona. Og einn söngvari. Óli hélt ultra-tenor en ég hélt hann væri geldingur. Ég hef aldrei upplifað annan eins söng. Mikil leikræn tilþrif. Stundum söng hann eins og söngfugl, stundum eins og uppvakningur.

Eftir fyrsta lagið var ég svo hrifin að ég klappaði. Maður myndi halda að það væri í lagi og allur salurinn tók undir og það var svaka lófatak. Síðan kom í ljós að það átti alls ekki að klappa á þessum tímapunkti en eftir þetta klöppuðu allir þegar söngvarinn var búinn að syngja lag og hann var frekar vandræðalegur og það var alveg ljóst að þetta átti ekki að vera svona. Eftir hlé komst allt í samt lag og söngvarinn fékk að syngja og allir sátu á höndunum. Úffa maj.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?