6.9.11
Samfélags-styrktur landbúnaður
Við Óli erum meðlimir í CSA - community supported agriculture. Það virkar þannig að einu sinni í viku förum við hérna í næstu götu og fáum fullt af grænmeti, ávöxtum og nokkur egg. Það er alveg frábært fyrirkomulag. Allt svaka ferskt og gott. Tvisvar þurfum við að hjálpa til. Í dag fór ég að hjálpa til að koma öllu í stand og vikta salatið. Það var bara gaman. Svaka indælt fólk sem sér um þetta.
Þetta CSA fyrirkomulag er svaka sniðugt. Fyrir bóndann er gott að fá borgaða stóra summu í lok veturs svo hann geti skipulagt árið og ráðið fólk og svona. Fyrir kúnnann er þetta æðislegt því maður borgar bara einu sinni og fær síðan bara það sem er ferskt hverju sinni. Maður þarf ekki að velja. Það finnst mér æðislegt. Í dag fengum við brjálæðislega mikið af ávöxtum. Epli, perur, nektarínur og plómur. Fengum líka gulrót, kartöflur, rauðrófur, mais, lauk, sellerí, púrrulauk, papriku, tómat, chili, hvítlauk, salat, myntu og eitthvað grænkál (collard greens) auk eggja. Þvílíkur lúxus. Það er líka boðið upp á mjólkurvörur og kjöt en við tökum ekki þátt í því. Þó það væri gott.
Óli tók eftir því að plómurnar eru svolítið komnar á síðasta séns. Hann heldur að það væri gott að gera plómutertu. Það er möguleiki.
Comments:
<< Home
Plómuterta er mjög góð og algeng í þýskalandi. Þá býr maður til sætt gerdeig og fletur út og raðar síðan sundurskornum, opnum plómunum ofan á. Bakar svo í ofni.
Bestu kveðjur,
Gía
Skrifa ummæli
Bestu kveðjur,
Gía
<< Home