30.9.11
Ökuskírteini
Við Óli erum loksins loksins komin með ökuskírteini aftur. Ég er búin að vera án þess í að verða ár og Óli í rúmlega hálft. Reyndar er ég búin að vera án ökuskírteinis meira og minna í tvö, þrjú ár nema nokkra mánuði eftir að ég fékk replacement card meðan Óli er búinn að vera með sitt í veskinu þótt það sé útrunnið.
Allavegana. Það er brjálað mál að sækja um ökuskírteini. Maður þarf að hafa heilmikið af skilríkjum, gamla ökuskírteinið, auk kennitölukorts. Augljóslega allskonar vesen fyrir mig þar sem ég er einnig búin að týna kennitölukortinu mínu. En eftir mikla hvatningu frá manninum mínum sendi ég ríkis-ritara Illinois bréf þess efnis hvort hann gæti sent mér bréf um það að ég hefði einu sinni átt ökuskírteini. Okkur til mikillar undrunar sendi hann þannig bréf undir eins. Síðan fór ég á kennitölu-skrifstofuna og bað um bréf þess efnis að ég væri búin að týna kennitölukortinu mínu og fékk það. Samdægurs.
Svo við gátum farið í gær á ökuskírteinis-skrifstofuna, talað við sjö starfsmenn í mismunandi lúgum og, að lokum, fengið ökuskírteini. Sitthvort. Og það tók bara rúma þrjá tíma. Við vorum við öllu búin með sitthvora 1000 blaðsíðna spennusöguna.
Við erum að lesa sömu söguna þessa dagana. Svo samtaka í leik og lífi við hjónin erum. Óli byrjaði að lesa þýska metsölubók sem vinnufélagi hans mælti mikið með og heitir Der Schwarm. Hún fjallar um dularfulla hluti sem eru að gerast í sjónum um allan heim. Hann varð strax alveg hugfanginn og sagði mér frá hinu og þessu sem gerðist og ég varð svo spennt að ég varð að kaupa sömu bók. Á ensku náttúrulega. The Swarm. Og hún er frábær. Eina vandamálið er þegar við förum í langar lestarferðir eða útstáelsi á skrifstofur þarf risa ferðatösku undir lesefnið. En það er ekki svo mikið vandamál svosem.
Allavegana. Það er brjálað mál að sækja um ökuskírteini. Maður þarf að hafa heilmikið af skilríkjum, gamla ökuskírteinið, auk kennitölukorts. Augljóslega allskonar vesen fyrir mig þar sem ég er einnig búin að týna kennitölukortinu mínu. En eftir mikla hvatningu frá manninum mínum sendi ég ríkis-ritara Illinois bréf þess efnis hvort hann gæti sent mér bréf um það að ég hefði einu sinni átt ökuskírteini. Okkur til mikillar undrunar sendi hann þannig bréf undir eins. Síðan fór ég á kennitölu-skrifstofuna og bað um bréf þess efnis að ég væri búin að týna kennitölukortinu mínu og fékk það. Samdægurs.
Svo við gátum farið í gær á ökuskírteinis-skrifstofuna, talað við sjö starfsmenn í mismunandi lúgum og, að lokum, fengið ökuskírteini. Sitthvort. Og það tók bara rúma þrjá tíma. Við vorum við öllu búin með sitthvora 1000 blaðsíðna spennusöguna.
Við erum að lesa sömu söguna þessa dagana. Svo samtaka í leik og lífi við hjónin erum. Óli byrjaði að lesa þýska metsölubók sem vinnufélagi hans mælti mikið með og heitir Der Schwarm. Hún fjallar um dularfulla hluti sem eru að gerast í sjónum um allan heim. Hann varð strax alveg hugfanginn og sagði mér frá hinu og þessu sem gerðist og ég varð svo spennt að ég varð að kaupa sömu bók. Á ensku náttúrulega. The Swarm. Og hún er frábær. Eina vandamálið er þegar við förum í langar lestarferðir eða útstáelsi á skrifstofur þarf risa ferðatösku undir lesefnið. En það er ekki svo mikið vandamál svosem.