11.9.11

Magnað

Ég er aðal pípulagningameistari heimilisins. Óli er aðstoðar. Honum finnst ekki spennandi að vasast í pípulagningunum en sættir sig við aðstoðar hlutskiptið. Mér finnst afrakstur pípulagningastúss mjög spennandi. Um daginn skrúfaði ég allar pípurnar á baðherbergisvaskinum í sundur og losaði stíflu sem var búin angra mig í marga mánuði. Gott ef ekki heilt ár. Síðan kom Óli og skrúfaði allt saman því það þarf mikla krafta í það. Og hann er svo sterkur.

Fyrir mörgum mánuðum var ég með yfirumsjá á verkefni í eldhúsinu sem fól í sér að setja upp reverse-osmosis filter system. Það er allskonar ólifnaður í pípunum hérna á Upper West sem ekki er gott að drekka, sérstaklega ekki þegar maður er í the baby making business, og því fjárfesti ég í svona apparati. Það var svaka spennandi verkefni að setja þetta upp. Óli boraði gat í eldhúsbekkinn fyrir kranann og við tengdum fullt af pípum og leiðslum. Ég var með annan fótinn í pípulagnabúðinni að kaupa sér stykki og svona. Fyrir rest púslaðist allt saman og við njótum þess nú að drekka svaka hreint vatn.

Núna rétt í þessu var verkefni að laga krana inni á baði sem lak. Ég horfði á "hvernig á að laga vask sem lekur" video á dummies.com og keypti gúmmí þynnur útí pípulagningabúðinni. Skrúfaði allt í sundur og Óli kom með Þórs kraftinn og losaði mjög fasta ró. Kraninn eins opinn og hann getur verið en engin gúmmí-þynna (washer). Pípulagningameistarinn klórar sér eitthvað í kollinum og skilur ekkert í þessu en skrúfar bara allt saman aftur. Opnar fyrir vatnið og hvað gerist. Enginn leki. Svaka leyndardómsfullt. Ég skil ekkert í þessu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?